fimmtudagur, maí 27, 2004

Sá uppáhalds-hallæris-einkanúmerið mitt í gær, hef séð það nokkrum sinnum og það gleður alltaf mitt annars káta hjarta... 6 TOY - hahahahahahahahaha!

mánudagur, maí 24, 2004

Hugmynd: Hvernig væri að hafa hámarkstíma á Alþingissetu? Hver mætti t.d. bara sitja á Alþingi í tja... 10 - 15 ár, algert MAX? Þetta lið virðist verða svo veruleikafirrt af því að vera við völd lengi.

laugardagur, maí 22, 2004

Einkanúmer, ss. persónulegar númeraplötur á bílum, eru verðugt viðfangsefni mann- og félagsfræðirannsókna. Er einhver búinn að gera úttekt á þessu?
Ók í dag á eftir KRFAN1, kannski átti það að vera karfan, en einhver annar var búinn að frátaka karfan og þá datt bíleigandanum í hug að fá sér krfan, án a-sins semsagt, en einhver var búinn að taka það líka, svo að hann varð að taka krfan1 - svona frekar en að sleppa því. Svo getur þetta líka átt að vera KRAFAN1 - semsagt fyrsta krafan, höfuðkrafan, aðalkrafan...?
Kannski eru líka til margir svona bílar, KRFAN1, KRFAN2, KRFAN3 og allt upp í nokkur hundruð þess vegna. Það sem helst mælir mót þeirri kenningu er ég hef aldrei séð annan KRFU-bíl, þeir eru þá tæplega margir. Nema þeir séu allir úti á landi, til dæmis á Reyðarfirði, það væri náttúrlega týpískt fyrir þetta umhverfisfjandsamlega virkjanapakk.
Svo sá ég SMÁRI og SKÚLI svo nokkuð sé nefnt og í gær sá ég geeeeeðveikt lame; NEI HÆ. Úff.
Með því betra sem ég sé samt er þegar fólk er að slá um sig á númeraplötunum sínum með enskum frösum. Ég var búin að leggja nokkra slíka fyndna á minnið og hefði gjarnan vilja deila þeim með ykkur þarna tveimur sem lesið bloggið mitt (sem er annars komið upp í 200 heimsóknir, nokkuð gott!) - en þeir duttu allir út úr gullfiskaminninu þegar ég rakst á toppinn; einkanúmerið sem slær allt út: FUN CAR!

mánudagur, maí 17, 2004

Á laugardaginn hitti Gísli Marteinn frægan mann í lyftu - mann sem tók þátt í Júróvisjón í ár (fyrir hönd Íra eða Tjalla eða einhverrar annarar mektarþjóðar). Gísli Marteinn sá sér leik á borði og sagði ,,gúdd lökk túnæt" og skipti þá engum togum að söngstjarnan lét svo lítið að svara fyrrum Kastljósgoðinu og mun hafa hrotið af vörum ,,cheers" upp á engilsaxneska tungu. Eins og gefur að skilja greindi Gísli Marteinn skilmerkilega frá þessum stórviðburði í beinni útsendingu. Ja það á ekki af honum Gísla Marteini að ganga!

föstudagur, maí 14, 2004

Hey! Það er búið að breyta bloggumhverfinu! Magnað! Allt eitthvað svo nútímalegt og merkilegt! En það sjá aðeins þeir sem eiga blogg sjálfir... þetta sést ekkert nema maður sé að skrifa bloggið.

laugardagur, maí 08, 2004

Ég skrifaði um daginn nokkur orð um flotta unga konu sem var gerð ljót til að geta leikið ljóta miðaldra konu í mynd (í stað þess að láta ljóta miðaldra konu leika hlutverkið, semsagt). Nú er verið að setja á svið eitthvað stórt og fínt leikrit þar sem Eggert Þorleifsson, sá ágæti maður, leikur gamla konu. Fínt hjá honum, hugsa ég, en er of mikið af hlutverkum fyrir gamlar leikkonur? Nú eða bara miðaldra?
Væri ekki, ef út í það er farið, meiri áskorun fyrir gamla konu að leika Eggert Þorleifsson? Eða fyrir ljóta miðaldra að leika flotta unga? Ekkert sérstakt hitamál annars, bara pæling.

mánudagur, maí 03, 2004

Véfrétt útnefnir 10 verstu myndir allra tíma:
1. Ali Ali Bumaye!
2. Spiderman 1 Vella dauðans, engin aksjón (og einkar lítill femínismi...)
3. Fálkar Flopp
4. The 13th warrior Ekki einu sinni þekkileg ásjóna Banderas gat bjargað þessarri
5. The brotherhood of wolves I want my money back!
6. Almost an angel Hver vill sjá Paul Hogan sem engil?
7. Stella í framboði II Sumar myndir eiga bara að fá að standa einar
8. Human Nature Átti að vera frumleg en varð aðallega hallærisleg, kannski fattaði ég ekki djókið?
9. The Tannenbaums Misheppnuð frá A - Ö (fyrir utan kannski búninga?)
10. Nígerísk mynd um Floru Flora var ung kona sem leiddist á glapstigu og af þeim aftur (með hjálp trúarinnar) - athyglisverð, en ekki mikið listaverk.