miðvikudagur, mars 19, 2008

Sumar konur spreða víst fjármunum í kollagenfyllingar í varir. Útsjónarsamar úthverfahúsmæður leita hins vegar ökónómískari lausna. Sumar eru svo heppnar að geta nýtt sér ofnæmisvalda á borð við egg, mjólk eða myglusveppi til að framkalla hina eftirsóttu fyllingu í varirnar. Hér gefur á að líta sýnidæmi um glæsilegan árangur af alsendis kostnaðarlausri aðgerð:

Fyrir myglusvepp

Eftir myglusvepp

1 Comments:

Blogger Drífa Þöll said...

mjög merkjanlegur munur. spurning um að safna svona myglusvepp í krukkur og selja? varaþunnar konur og menn yrðu eflaust spennt. fólk setur kannski fyrir sig aukaverkanirnar?

mánudagur, mars 24, 2008 3:51:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home