fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Þetta lærði Véfrétt í dag:

Aldrei skal skroppið að kaupa bensín nema sími sé meðferðis, eða fjölskyldumeðlimir á landinu (hér er átt við Ísland).

Og annað sem Véfrétt komst á snoðir um:

Kúplingsbarkar fyrir Renault 19, árgerð 1993, eru sem stendur ekki til á landinu (hér er einnig verið að vísa til Íslands).

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Enn er Véfrétt ekki orðin af aurum api, þó svo að google-glugginn blasi við efst á síðunni og auglýsingagluggi þar fyrir ofan bíði þess eins að á hann sé smellt!
Þannig að til að auka markaðsgildi sitt ætlar Véfrétt hér með að reyna að plata lesvél þá sem Sveimhugi heldur að lesi síðuna reglulega en skilji ekki útlensku og setji því aldrei neinar spennandi auglýsingar inn.
Látum vaða:

Porn!
Hot asian chicks
Penis enlargement (það borgar sig að hafa hotmail pósthólf)
Music
Video
Cars
Film
Travel
Maternity
Computers
Sports
Accommodation
Love
Pets
Catering
Attorney
Law
Practitioner

Jæja, og auglýstu nú, alvitra vél!
Véfrétt hin vel stæða

mánudagur, nóvember 15, 2004

Uppiskroppa með jólagjafahugmyndir?

Leyfðu Véfréttinni að hjálpa þér:

www.rottur.tk

laugardagur, nóvember 13, 2004

Liggja viðurlög við því að blogga bara til að blogga?
Hér eru nokkrir hlutir sem ekki er úr vegi að deila með umheiminum:
* Ég kaus ekki um Edduna á visir.is (ekkert sérstaklega pólitískur leikur af minni hálfu, bara var ekki að fylgjast með).
* Ég fór í heimsókn á elliheimili í dag. Þar voru gullfiskar (og fleira).
* Ég var EKKI boðuð í atvinnuviðtal vegna auladjobbs sem gullfiskur gæti innt af hendi.
* Það eru 334 krónur inni á debetreikningnum mínum.
* Það er fínt niðurrifinn klósettpappír á gólfinu mínu.
* Ég er ekki kennari og mætti því fara í verkfall ef ég vildi, vantar bara vinnu.
* Mér láðist að sækja um stöðu borgarstjóra.
Og nú ætla ég að fjölskyldast og horfa á fréttir með öðru.
Segja má að Grim hafi veitt innblástur í blogg dagsins:

Er löglegt að hafa samráð um að biðjast afsökunar á samráði?

mánudagur, nóvember 08, 2004

Já ég er komin heim! Það eru reyndar gamlar fréttir, búin að vera lengur heima núna en erlendis. Kominn tími á annað atómljóð:

Undan rauðum pappírsblómunum brostu kortablindir hvítflibbarnir í kross yfir þéttskipaðar gangstéttirnar þaktar haustlaufunum og hálfuppsettum jólaskreytingunum sem stirndi á í vetrarsól hins eylífa útblásturs innblásinna hugvitsmanna framtíðarinnar sem sátu á bak við skyggð glerin og dáðust að stígvélaklæddum kvenverum og húfulausum kornabörnum innan um kjölturakka, kvikindi og kvekara í eylífri útlegð frá ættjörðum sínum fjarlægum eins og viðmælendum á msn.

Takk fyrir í dag.

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Lalalalalalala!
Vefrett er i Lundunum, nanar tiltekid i uthverfi Lunduna, eiginlega bara Mosfellsbae Lunduna, ad thvi gefnu ad Lundunir seu e.k. Reykjavik.
Buin ad kaupa jolagjafir handa ollum lesendum bloggsins, ehemm; badum, meinti eg.
Og buin ad telja kongulaer og skoda teppalogd badherbergi og speisud gangstettaljos, va; utlond eru frabaer!
Hlakka nu aldeilis til ad fara inn i midborg i dag og vera cosmopolitan, metropolitan... og thad allt.

mánudagur, nóvember 01, 2004

Það rímar eiginlega ekkert við flensa! Ekki á íslensku allavega. Ég væri alveg í stuði til að ríma við flensu núna. Flensa, skensa, mensa... h...hensa? Æ, vesen.
Hálsbólga, pálsbólga, kálsbólga... nei ekki sniðugt heldur.
Kvef? Nef? Hef... sef... skef... gref... þef. Merkilegt! Kvef, nef og þef. Allt nátengt! Að hugsa sér, hefði ég ekki ákveðið að blogga flensublogg hér og nú hefði ég ef til vill aldrei áttað mig á þessu. Nema ef til vill ef ég hefði komist á landsmót hagyrðinga, sem síðast var haldið á Vopnafirði ef ég man rétt (og gaf Ríkisútvarpinu tækifæri á tveggja þátta útsendingu). Ég er ekki í vafa um að einhver hagyrðingurinn, jafnvel fleiri en einn, hafa ort beinskeyttar limrur þar sem kvef, nef og þefur (í þolfalli) koma við sögu.
En svo eru kosningar á morgun og samkvæmt einhverjum talnaspekingi á Hr John Kerry séns... aðallega af því að nafnið hans byrjar á Joði, ekki ólíkt nöfnum Jóhannesar skírara og Jesú, svo að ég vitni orðrétt í spekinginn. Og það fór nú aldeilis vel fyrir Jóhannesi og Jesú...