sunnudagur, september 30, 2007

Nei, Véfréttin yngist ekkert, svo mikið er víst komið á hreint.

Í ár var súpergrúppan Sigur Rós svo höffleg að fagna afmæli Véfréttarinnar með heimsfrumsýningu á sinni einka-kvikmynd; Heima.

Verandi fyrrum mjúkrokksnörd hafði Véfréttin gerst sek um mætingu á tvo af tónleikunum í myndinni og heiðraði því frumsýningargesti með nærveru sinni (á 24ða bekk, nálægt enda hægra megin (eins konar stúka)).

Hér gefur á að líta Véfréttina ásamt tveimur öðrum framákonum úr elítunni sem spókuðu sig í frumsýningarljósunum (kallast PR). En þar með var ekki öll sagan sögð. Véfréttinni til undrunar og gleði fylltist húsið af afmælisgestum á laugardaginn og Véfréttin upplifði sig sem afar vinsæla konu. Jei!

Fullt hús af börnum:

föstudagur, september 21, 2007

Já, Véfréttin hefur ekki alveg verið að blogga daglega upp á síðkastið. En frá því á mánudaginn eru möguleikar Véfréttarinnar til að blogga ólíkt meiri en undanfarna mánuði. Á mánudaginn losaði Véfréttin sig við afrakstur náms síðastliðinna tveggja ára og nú er Véfréttin

FRJÁLS!
Nokkrir hlutir sem Véfréttinni hafði hugkvæmst að framkvæma í frelsinu:
  • Jú, auðvitað blogga sem óð væri
  • Klára að flytja
  • Leika við börnin sín
  • Hitta vinkonur af miklum móði
  • Svara milljón tölvupóstum til fjarstaddra vina og vinkvenna
  • Framkalla og raða myndum í albúm fyrir sl. 15 mánuði
  • Stofna heimasíðu fyrir afkvæmin (já, gefst upp fyrir perraógninni)
  • Knúsa Sveimhugann
  • Sækja um vinnur
Á þeim 4 dögum sem liðnir eru hefur ekki mikið af þessu gerst, en það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.