laugardagur, maí 22, 2004

Einkanúmer, ss. persónulegar númeraplötur á bílum, eru verðugt viðfangsefni mann- og félagsfræðirannsókna. Er einhver búinn að gera úttekt á þessu?
Ók í dag á eftir KRFAN1, kannski átti það að vera karfan, en einhver annar var búinn að frátaka karfan og þá datt bíleigandanum í hug að fá sér krfan, án a-sins semsagt, en einhver var búinn að taka það líka, svo að hann varð að taka krfan1 - svona frekar en að sleppa því. Svo getur þetta líka átt að vera KRAFAN1 - semsagt fyrsta krafan, höfuðkrafan, aðalkrafan...?
Kannski eru líka til margir svona bílar, KRFAN1, KRFAN2, KRFAN3 og allt upp í nokkur hundruð þess vegna. Það sem helst mælir mót þeirri kenningu er ég hef aldrei séð annan KRFU-bíl, þeir eru þá tæplega margir. Nema þeir séu allir úti á landi, til dæmis á Reyðarfirði, það væri náttúrlega týpískt fyrir þetta umhverfisfjandsamlega virkjanapakk.
Svo sá ég SMÁRI og SKÚLI svo nokkuð sé nefnt og í gær sá ég geeeeeðveikt lame; NEI HÆ. Úff.
Með því betra sem ég sé samt er þegar fólk er að slá um sig á númeraplötunum sínum með enskum frösum. Ég var búin að leggja nokkra slíka fyndna á minnið og hefði gjarnan vilja deila þeim með ykkur þarna tveimur sem lesið bloggið mitt (sem er annars komið upp í 200 heimsóknir, nokkuð gott!) - en þeir duttu allir út úr gullfiskaminninu þegar ég rakst á toppinn; einkanúmerið sem slær allt út: FUN CAR!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home