Ég skrifaði um daginn nokkur orð um flotta unga konu sem var gerð ljót til að geta leikið ljóta miðaldra konu í mynd (í stað þess að láta ljóta miðaldra konu leika hlutverkið, semsagt). Nú er verið að setja á svið eitthvað stórt og fínt leikrit þar sem Eggert Þorleifsson, sá ágæti maður, leikur gamla konu. Fínt hjá honum, hugsa ég, en er of mikið af hlutverkum fyrir gamlar leikkonur? Nú eða bara miðaldra?
Væri ekki, ef út í það er farið, meiri áskorun fyrir gamla konu að leika Eggert Þorleifsson? Eða fyrir ljóta miðaldra að leika flotta unga? Ekkert sérstakt hitamál annars, bara pæling.
Væri ekki, ef út í það er farið, meiri áskorun fyrir gamla konu að leika Eggert Þorleifsson? Eða fyrir ljóta miðaldra að leika flotta unga? Ekkert sérstakt hitamál annars, bara pæling.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home