föstudagur, desember 21, 2007

Véfréttinni er ekki um kristnivæðingu jólanna gefið, en ókey; fólk má endilega japla á jólaguðspjallinu ef það er það sem gerir það glatt.

Eitt hefur Véfréttin þó aldrei skilið. Og nei, það snýst kannski ekki beint um kjarna jólanna - og nei, það er heldur ekki aulafyndni; Véfréttinni er bara fyrirmunað að skilja af hverju barn í jötu borið var. Var móðirin nautgripur (gefur hugtakinu heilagar kýr nýja merkingu)? Eða var barnið tekið upp og borið í jötuna skömmu eftir fæðingu?

föstudagur, desember 14, 2007

Þar sem Véfréttin ann Angóla rennur henni blóðið til skyldunnar og biður alla að kjósa Ungfrú jarðsprengju 2008

föstudagur, desember 07, 2007

Man engin nema Véfréttin (já og náttúrlega Káradís, hin stálminnuga) eftir hinni ódauðlegu laglínu ,,Stína, ekki dömpa mér"?

Ef svo er, getur einhver frætt Véfréttina aðeins um þetta eftirminnilega tónverk?