föstudagur, desember 21, 2007

Véfréttinni er ekki um kristnivæðingu jólanna gefið, en ókey; fólk má endilega japla á jólaguðspjallinu ef það er það sem gerir það glatt.

Eitt hefur Véfréttin þó aldrei skilið. Og nei, það snýst kannski ekki beint um kjarna jólanna - og nei, það er heldur ekki aulafyndni; Véfréttinni er bara fyrirmunað að skilja af hverju barn í jötu borið var. Var móðirin nautgripur (gefur hugtakinu heilagar kýr nýja merkingu)? Eða var barnið tekið upp og borið í jötuna skömmu eftir fæðingu?

3 Comments:

Blogger St.Pie said...

Hvað áttu við með kristnivæðingu jólanna? Hérna í den þegar jól voru hijacked af kristni, eða eitthvað nær nútímanum? Barnið var lagt í jötu, í voða mjúkt hey til að halda á því hita og svona:)

föstudagur, desember 21, 2007 11:11:00 e.h.  
Blogger Véfrétt said...

En af hverju BORIÐ?

fimmtudagur, desember 27, 2007 8:09:00 f.h.  
Blogger Unknown said...

veit móðurmálsperrinn hann faðir þinn þetta ekki???? Voru börn kannski borin en ekki fædd í den og þetta orðalag bara notað um kvikfénað í dag???

fimmtudagur, desember 27, 2007 7:28:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home