sunnudagur, september 30, 2007

Nei, Véfréttin yngist ekkert, svo mikið er víst komið á hreint.

Í ár var súpergrúppan Sigur Rós svo höffleg að fagna afmæli Véfréttarinnar með heimsfrumsýningu á sinni einka-kvikmynd; Heima.

Verandi fyrrum mjúkrokksnörd hafði Véfréttin gerst sek um mætingu á tvo af tónleikunum í myndinni og heiðraði því frumsýningargesti með nærveru sinni (á 24ða bekk, nálægt enda hægra megin (eins konar stúka)).

Hér gefur á að líta Véfréttina ásamt tveimur öðrum framákonum úr elítunni sem spókuðu sig í frumsýningarljósunum (kallast PR). En þar með var ekki öll sagan sögð. Véfréttinni til undrunar og gleði fylltist húsið af afmælisgestum á laugardaginn og Véfréttin upplifði sig sem afar vinsæla konu. Jei!

Fullt hús af börnum:

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

haha, þú hefur örugglega fengið nett áfall þegar við mættum á svæðið eftir að hafa kurteisilega boðið okkur í eina köku eða tvær...

þetta var voða gaman, vona að Þula Katrín sé búin að jafna sig á þessum tvíburaskrímslum;)

Kveðja Ösp

mánudagur, október 01, 2007 8:17:00 e.h.  
Blogger Unknown said...

Náði ekki að heiðra ykkur með nærveru minni. Bæti úr því síðar!
Knúsmús
H

þriðjudagur, október 02, 2007 3:11:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home