Já, Véfréttin hefur ekki alveg verið að blogga daglega upp á síðkastið. En frá því á mánudaginn eru möguleikar Véfréttarinnar til að blogga ólíkt meiri en undanfarna mánuði. Á mánudaginn losaði Véfréttin sig við afrakstur náms síðastliðinna tveggja ára og nú er Véfréttin
FRJÁLS!
Nokkrir hlutir sem Véfréttinni hafði hugkvæmst að framkvæma í frelsinu:
- Jú, auðvitað blogga sem óð væri
- Klára að flytja
- Leika við börnin sín
- Hitta vinkonur af miklum móði
- Svara milljón tölvupóstum til fjarstaddra vina og vinkvenna
- Framkalla og raða myndum í albúm fyrir sl. 15 mánuði
- Stofna heimasíðu fyrir afkvæmin (já, gefst upp fyrir perraógninni)
- Knúsa Sveimhugann
- Sækja um vinnur
Á þeim 4 dögum sem liðnir eru hefur ekki mikið af þessu gerst, en það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.
1 Comments:
VEEEIII! Blogg! Eitt í viðbót á innan við viku og þú gætir skratsað það af listanum. Og við hittumst nú annað kvöld svo þar dettur það af listanum....skoh!2 búin, 8 eftir!
Knús
Hildur
Skrifa ummæli
<< Home