laugardagur, nóvember 13, 2004

Liggja viðurlög við því að blogga bara til að blogga?
Hér eru nokkrir hlutir sem ekki er úr vegi að deila með umheiminum:
* Ég kaus ekki um Edduna á visir.is (ekkert sérstaklega pólitískur leikur af minni hálfu, bara var ekki að fylgjast með).
* Ég fór í heimsókn á elliheimili í dag. Þar voru gullfiskar (og fleira).
* Ég var EKKI boðuð í atvinnuviðtal vegna auladjobbs sem gullfiskur gæti innt af hendi.
* Það eru 334 krónur inni á debetreikningnum mínum.
* Það er fínt niðurrifinn klósettpappír á gólfinu mínu.
* Ég er ekki kennari og mætti því fara í verkfall ef ég vildi, vantar bara vinnu.
* Mér láðist að sækja um stöðu borgarstjóra.
Og nú ætla ég að fjölskyldast og horfa á fréttir með öðru.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home