sunnudagur, mars 04, 2007


Einu sinni fór Véfréttin oft á leikhús. Og það var alltaf ógissla gaman, sama hvað var. En svo gerðist eitthvað, Véfréttin varð gömul og stygglynd og hætti að láta bjóða sér hvað sem var. Þess utan varð hún úthverfahúsmóðir og skotsilfur af skornum skammti. Ergó: Véfréttin fer sjaldnar í leikhús en áður.

Þó hefur Véfréttin farið á tvær leikhússýningar það sem af er þessu ári, þá síðari fór hún á um helgina. Og hvað er hægt að segja, annað en bara
TAKK, HUGLEIKUR!
Það er einhvern veginn þannig að margir reyna að spegla samfélagið, sjálfsagt er það eitthvað vinsælasta viðfangsefni nútímalistamanna, hver sem list þeirra er. En það er bara aðeins of mikið af púðuskotum og aulahrollsvaldandi vitleysu. Þess vegna er svo kærkomið að fá að upplifa svona alvöru-... æji, mér leiðist orðið snilld. Segjum bara... snilli (með hörðu elli, þá).

Til að gera ekki stutta sögu langa eða fletta ofan af neinu er varðar innihald stykkisins ætlar Véfréttin bara að mæla eindregið með söngleiknum LEGI fyrir hvern einasta lesanda Aðeins hins besta... og alla sem þeir þekkja.

Það er hægt að kaupa miða hér.

Og fyrst að Véfréttin er að plögga á annað borð er tilvalið að láta myspace síðu dagsins í dag fljóta með, þetta er algerlega það sem þarf að fylgjast með ef (karl-)maður / kona vill vera maður / kona með mönnum / konum... http://www.myspace.com/sveimhugi