Sjaldan er ein báran stök (það væri titillinn á þessari færslu ef ég væri með titla!).
Mér finnst ég vera frekar ung, ef ég á að segja eins og er. Að minnsta kosti finnst mér ég vera of ung til að hafa, á þessari örstuttu ævi, upplifað TVÆR SKELFILEGAR SKORDÝRAPLÁGUR og þá er ég ekki að telja með neinar kakkalakkaárásir sunnan við miðbaug né annað framandlegt, ónei... ég er að tala um Á OKKAR ÁSTKÆRA ÍSLANDI!
Hvílíkur hryllingur.
Nú, fyrri plágan var í fyrsta húsnæðinu sem ég gerði mér heimili í eftir að úr foreldrahúsum var flutt. Nánar tiltekið í kjallaraholu á Vífilsgötu. Einhverjir glöggir og gamlir í hettunni muna kannski eftir þeim rómantísku heimkynnum?
Nema hvað, þar varð ekki þverfótað fyrir sindrandi silfurskottum dag sem nótt. Ekki hægt að pissa án þess að byrja á því að kveikja ljósið og bíða þess að iðan leystist upp áður en maður gat stigið varlega yfir þröskuldinn. Þær virtu heldur engin landamæri og óðu út um allt, eldhús, stofu, svefnherbergi... ja, svo voru ekki fleiri vistarverur. Annars hefðu þær örugglega gert sig heimakomnar þar líka. Eftir að meindýraeyðirinn kom var smá friður í tja... viku? Tvær vikur? Man ekki alveg.
Svo varð aftur eins og ekkert hefði í skorist.
Stundum komu þarna líka viðbjóðslegar margfætlur, svona týpískur skolprörasori. Hryllihryll.
Jæja, það er skemmst frá því að segja að unglingarnir fengu ógeð, gistu æ fleiri nætur í foreldrahúsum og lögðu að endingu land undir fót og kvöddu hreinlega föðurlandið (fleira spilaði reyndar inn í þá ákvörðun en skotturnar).
En hvað nú?
Á ég ekki bara heima í þessari fínu, björtu, rúmgóðu og snyrtilegu blokkaríbúð, á annarri hæð og allt. Held bara að allt sé í góðu lagi, engar áhyggjur af neinu. Fyrr en þær fara að birtast... fyrst bara ein og ein... svo fleiri og fleiri...
Ekki silfurskottur að þessu sinni, heldur tribolium destructor... já, ég kýs að nota latneska heitið, því það íslenska; hveitbjalla, fer ekki hálfa leið með að fanga hryllinginn í hljómi sínum. Ég meina, hvað er hveitibjalla eiginlega? Hljómar eins og eitthvað jóladót...
Allavega. Í byrjun október voru lirfurnar þeirra, sem btw eru e.k. ormar með smá þreyfara-lappir... ekki ósvipað margfætluviðbjóðnum, búnar að taka yfir hraðsuðuketilinn okkar og allir sem komu í heimsókn fengu ormate. Mmmmh!
Þá skárum við upp herör og fundum hreiður... iðandi þvaga af ormum og bjöllum í hveitipoka.
Pjæ.
Þrifum allt hátt og lágt og skunduðum svo í IKEA og keyptum stóra dunka undir allt hveiti og mjöl. Töldum okkur svo nokkuð góð og sögðum fjölskyldu og vinum fjálglega skemmtilegu söguna um pöddurnar ljótu sem við yfirbuguðum.
En Adam var ekki lengi í paradís. Það leið vika þar til við sáum næstu bjöllu. Hún virtist svosem nógu sakleysisleg, en hlaut skjótan endi lífdaga.
Svo fór þeim smátt og smátt fjölgandi á ný og alla síðustu viku var týna 5 eða 6 á dag og koma fyrir kattarnef. Þær héldu sig þó alltaf á svipuðum slóðum, í eldhúsinu.
Þannig að karlmennirnir í fjölskyldunni brettu upp ermar og munduðu eiturbrúsa, rifu frá lista og allt út úr skápum og sprautuðu og sprautuðu eitri. Við konurnar fórum með barnið í öruggt skjól (hreint loft), eins og kvenna er siður (karlar = eitur, konur = barnagæsla). Yfir helgina var semsagt stríðsástand í íbúðinni. Innviðum eldhússins snyrtilega raðað á stofugólfið.
En hvað finn ég þá ekki í svefnherberginu mínu?
Jú, eitt stykki tribolium destructor. Og í stofunni? Jú, mikið rétt. Og tölvuherberginu? O sei sei já. Og í búrinu? ÞRJÚ STYKKI!
Merkilegt að ég skuli ekki hafa rekist á neina inni á baði ennþá, en þess getur vart verið langt að bíða.
En nú get ég upplýst lesendur mína um eitt og annað er varðar lifnaðarhætti viðbjóðsins. Bæði er ég búin að fá greiningarblað frá Náttúrustofnun og líka lesa allt sem skrifað hefur verið á netinu.
Þetta veit ég nú:
Næstu skref verða að flytja til pabba og mömmu, sem eru á Kanarí. Þau voru reyndar á því að við mættum ekki taka neitt með okkur í fína ómengaða húsið þeirra... helst bara skilja fötin okkar eftir á dyrapallinum til að ekki eitt einasta egg bærist nú inn fyrir...
Svo er bara að fá alvöru meindýraeyði í málið, en mín forna reynsla úr silfurskottustríðinu gerir mig ekki bjartsýna.
Andvarp.
En nú ætla ég að fara að hella matvælum í Tupperware-ílát. Sem minnir mig á; frú Tupperware var ólm í að fá mig til að halda kynningu á góssinu. Fannst það skemmtilega miðaldra úthverfahugmynd. Kannski maður slái bara til. Langar þig að mæta?
Mér finnst ég vera frekar ung, ef ég á að segja eins og er. Að minnsta kosti finnst mér ég vera of ung til að hafa, á þessari örstuttu ævi, upplifað TVÆR SKELFILEGAR SKORDÝRAPLÁGUR og þá er ég ekki að telja með neinar kakkalakkaárásir sunnan við miðbaug né annað framandlegt, ónei... ég er að tala um Á OKKAR ÁSTKÆRA ÍSLANDI!
Hvílíkur hryllingur.
Nú, fyrri plágan var í fyrsta húsnæðinu sem ég gerði mér heimili í eftir að úr foreldrahúsum var flutt. Nánar tiltekið í kjallaraholu á Vífilsgötu. Einhverjir glöggir og gamlir í hettunni muna kannski eftir þeim rómantísku heimkynnum?
Nema hvað, þar varð ekki þverfótað fyrir sindrandi silfurskottum dag sem nótt. Ekki hægt að pissa án þess að byrja á því að kveikja ljósið og bíða þess að iðan leystist upp áður en maður gat stigið varlega yfir þröskuldinn. Þær virtu heldur engin landamæri og óðu út um allt, eldhús, stofu, svefnherbergi... ja, svo voru ekki fleiri vistarverur. Annars hefðu þær örugglega gert sig heimakomnar þar líka. Eftir að meindýraeyðirinn kom var smá friður í tja... viku? Tvær vikur? Man ekki alveg.
Svo varð aftur eins og ekkert hefði í skorist.
Stundum komu þarna líka viðbjóðslegar margfætlur, svona týpískur skolprörasori. Hryllihryll.
Jæja, það er skemmst frá því að segja að unglingarnir fengu ógeð, gistu æ fleiri nætur í foreldrahúsum og lögðu að endingu land undir fót og kvöddu hreinlega föðurlandið (fleira spilaði reyndar inn í þá ákvörðun en skotturnar).
En hvað nú?
Á ég ekki bara heima í þessari fínu, björtu, rúmgóðu og snyrtilegu blokkaríbúð, á annarri hæð og allt. Held bara að allt sé í góðu lagi, engar áhyggjur af neinu. Fyrr en þær fara að birtast... fyrst bara ein og ein... svo fleiri og fleiri...
Ekki silfurskottur að þessu sinni, heldur tribolium destructor... já, ég kýs að nota latneska heitið, því það íslenska; hveitbjalla, fer ekki hálfa leið með að fanga hryllinginn í hljómi sínum. Ég meina, hvað er hveitibjalla eiginlega? Hljómar eins og eitthvað jóladót...
Allavega. Í byrjun október voru lirfurnar þeirra, sem btw eru e.k. ormar með smá þreyfara-lappir... ekki ósvipað margfætluviðbjóðnum, búnar að taka yfir hraðsuðuketilinn okkar og allir sem komu í heimsókn fengu ormate. Mmmmh!
Þá skárum við upp herör og fundum hreiður... iðandi þvaga af ormum og bjöllum í hveitipoka.
Pjæ.
Þrifum allt hátt og lágt og skunduðum svo í IKEA og keyptum stóra dunka undir allt hveiti og mjöl. Töldum okkur svo nokkuð góð og sögðum fjölskyldu og vinum fjálglega skemmtilegu söguna um pöddurnar ljótu sem við yfirbuguðum.
En Adam var ekki lengi í paradís. Það leið vika þar til við sáum næstu bjöllu. Hún virtist svosem nógu sakleysisleg, en hlaut skjótan endi lífdaga.
Svo fór þeim smátt og smátt fjölgandi á ný og alla síðustu viku var týna 5 eða 6 á dag og koma fyrir kattarnef. Þær héldu sig þó alltaf á svipuðum slóðum, í eldhúsinu.
Þannig að karlmennirnir í fjölskyldunni brettu upp ermar og munduðu eiturbrúsa, rifu frá lista og allt út úr skápum og sprautuðu og sprautuðu eitri. Við konurnar fórum með barnið í öruggt skjól (hreint loft), eins og kvenna er siður (karlar = eitur, konur = barnagæsla). Yfir helgina var semsagt stríðsástand í íbúðinni. Innviðum eldhússins snyrtilega raðað á stofugólfið.
En hvað finn ég þá ekki í svefnherberginu mínu?
Jú, eitt stykki tribolium destructor. Og í stofunni? Jú, mikið rétt. Og tölvuherberginu? O sei sei já. Og í búrinu? ÞRJÚ STYKKI!
Merkilegt að ég skuli ekki hafa rekist á neina inni á baði ennþá, en þess getur vart verið langt að bíða.
En nú get ég upplýst lesendur mína um eitt og annað er varðar lifnaðarhætti viðbjóðsins. Bæði er ég búin að fá greiningarblað frá Náttúrustofnun og líka lesa allt sem skrifað hefur verið á netinu.
Þetta veit ég nú:
- Hver einn og einstakur tribolium destructor getur lifað í HEIL 3 ÁR! Er það ekki fullkomlega óeðlilegur líftími fyrir pöddu?
- Hver tribbi getur á þessum líftíma verpt svosem 1000 litlum eggjum.
- Hver tribbi getur einnig lifað góðu lífi í allt að TVO MÁNUÐI án matar! Ef það er ekki ójarðneskur eiginleiki, þá veit ég ekki hvað.
Næstu skref verða að flytja til pabba og mömmu, sem eru á Kanarí. Þau voru reyndar á því að við mættum ekki taka neitt með okkur í fína ómengaða húsið þeirra... helst bara skilja fötin okkar eftir á dyrapallinum til að ekki eitt einasta egg bærist nú inn fyrir...
Svo er bara að fá alvöru meindýraeyði í málið, en mín forna reynsla úr silfurskottustríðinu gerir mig ekki bjartsýna.
Andvarp.
En nú ætla ég að fara að hella matvælum í Tupperware-ílát. Sem minnir mig á; frú Tupperware var ólm í að fá mig til að halda kynningu á góssinu. Fannst það skemmtilega miðaldra úthverfahugmynd. Kannski maður slái bara til. Langar þig að mæta?