Véfréttinni liggur aðallega tvennt á hjarta í dag; stubbar og kettir.
Véfréttin er ekki mjög andsnúin reykingafólki, þó að hún þoli reyk ekkert voðalega vel. Frá því á unglingsárunum (þegar allir þurftu að taka afstöðu) hefur Véfréttin þó ekkert haft svo brennandi skoðanir á reykingum. Þar sem hún reykir ekki sjálf er hún voðalega fegin reykingabanninu á kaffihúsum og sjálfsagt gæti hún sýnt vanda hins aðþrengda reykingafólks meiri skilning en hún gerir.
Þó getur það komið fyrir besta fólk - og bestu véfréttir - að missa andlitið (hvað eftir annað) af réttlátri hneykslun.
Þegar Sveimhuginn reykti, semsagt þar til í febrúar nú í ár, notaði hann til þess svalirnar og potaði svo stubbunum samviskusamlega ofan í tóma krukku undan skyndikaffi og lokaði á eftir þeim. Þegar krukkan var orðin full var henni hent og ný tekin í notkun. Flókið?
Greinilega of flókið fyrir nágranna Véfréttarinnar og Sveimhugans. Í tvo og hálfan mánuð hafa þau frjálslega hent sígarettustubbunum sínum fram af svölunum og á pall Sveimhugans og Véfréttarinnar, í garðinn þeirra og í garðinn og beðin fyrir utan þeirra afmarkaða einkasvæði. Einn og einn jónufilter fengu að fljóta með í upphafi líka (þeim hefur fækkað).
Athugasemdir Sveimhugans við hinn sólarbekkja-appelsínugula heimilisföður, sem og líflegar umræður á húsfundi hafa engu skilað.
Véfréttinni leiðist á tína upp annarra manna / kvenna rusl. Véfréttinni leiðist að fá brunabletti á pallinn sinn (þeir eru orðnir tveir og á eftir að fjölga með þessu áframhaldi). Véfréttin hlakkar ekki til þegar yngri dóttir hennar fer að skríða um úti - og smakka á því sem fyrir ber. Brestir eru farnir að myndast í hina friðsamlegu umburðarlyndisstefnu Véfréttarinnar.
Véfréttin er ekki mjög andsnúin reykingafólki, þó að hún þoli reyk ekkert voðalega vel. Frá því á unglingsárunum (þegar allir þurftu að taka afstöðu) hefur Véfréttin þó ekkert haft svo brennandi skoðanir á reykingum. Þar sem hún reykir ekki sjálf er hún voðalega fegin reykingabanninu á kaffihúsum og sjálfsagt gæti hún sýnt vanda hins aðþrengda reykingafólks meiri skilning en hún gerir.
Þó getur það komið fyrir besta fólk - og bestu véfréttir - að missa andlitið (hvað eftir annað) af réttlátri hneykslun.
Þegar Sveimhuginn reykti, semsagt þar til í febrúar nú í ár, notaði hann til þess svalirnar og potaði svo stubbunum samviskusamlega ofan í tóma krukku undan skyndikaffi og lokaði á eftir þeim. Þegar krukkan var orðin full var henni hent og ný tekin í notkun. Flókið?
Greinilega of flókið fyrir nágranna Véfréttarinnar og Sveimhugans. Í tvo og hálfan mánuð hafa þau frjálslega hent sígarettustubbunum sínum fram af svölunum og á pall Sveimhugans og Véfréttarinnar, í garðinn þeirra og í garðinn og beðin fyrir utan þeirra afmarkaða einkasvæði. Einn og einn jónufilter fengu að fljóta með í upphafi líka (þeim hefur fækkað).
Athugasemdir Sveimhugans við hinn sólarbekkja-appelsínugula heimilisföður, sem og líflegar umræður á húsfundi hafa engu skilað.
Véfréttinni leiðist á tína upp annarra manna / kvenna rusl. Véfréttinni leiðist að fá brunabletti á pallinn sinn (þeir eru orðnir tveir og á eftir að fjölga með þessu áframhaldi). Véfréttin hlakkar ekki til þegar yngri dóttir hennar fer að skríða um úti - og smakka á því sem fyrir ber. Brestir eru farnir að myndast í hina friðsamlegu umburðarlyndisstefnu Véfréttarinnar.
Að hinu:
Véfréttin fær engin málgögn í póstkassann þessa dagana nema auglýsingabæklinga, bæjarmálgagnið og stöku sinnum Blaðið. Blað dagsins í dag upplýsti um hneykslan sómakærra borgara á kattamatreiðsluleiðbeiningum.
Véfréttin fílar kisur. Véfréttin hefur aldrei gerst sek um að fá sér bita af ketti. Véfréttinni finnst kattamorð og -át hinn mesti ribbaldaskapur. En Véfréttin skilur samt ekki á hvaða hátt er ósiðlegra að matreiða ketti og hunda en kindur (t.d. krúttleg, lítil, krullótt lömb) og beljur? Svín og hænsn? Hreindýr og rjúpur?
1 Comments:
Hef lent í svipuðu stubbadæmi en sem betur fer er það hætt.
Mæli með að þú safnir þeim saman í krukku og gefir þeim. Sýnir hvað börnin þín eru neydd til að leika sér í. Og svo geturðu gefið þeim aðra krukku til að byrja að safna í.
Helvítis pakk alltaf hreint!
Skrifa ummæli
<< Home