fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Fyrir þá sem hafa haldið niðri í sér andanum af spenningi í næstum því þrjár vikur getur Véfréttin upplýst að fyrir valinu varð hið smekklegra og dýrara af sófasettunum tveimur. Gengið var frá kaupunum á milli samdrátta og sófasettið pikkað upp á leiðinni heim af fæðingardeildinni daginn eftir. Forgangsröðin á hreinu...

Öllum lesendum er hér með boðið í heimsókn til að tilla stæltum þjóhnöppum á strekkta ítalska nautaforhúð í nýju Eikarparkettlögðu stofunni.

Fyrirtæki sem eru mjög í náðinni þessa dagana:

* Bræðurnir Ormsson
* Bílaverkstæði Sigurbjörns Árnasonar

Uppgötvun vikunnar:

Þegar lyklaborðum er dýft í vatn breytist virkni þeirra og á skjánum birtast aðrir stafir en þeir sem fingurnir þrýsta á (til öryggis var þessi tilraun framkvæmd tvisvar, á tveimur mismunandi lyklaborðum sem reyndust bregðast eins við).

Og nýjasta bloggið sem Véfréttin var að komast á snoðir um (fyrir þá sem vilja vita hvernig það er að vera tvítug Kvennaskólapía í Englandi):

Eik

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

....En koma sömu stafir á skjáinn á báðum lyklaborðum?

mánudagur, ágúst 27, 2007 8:13:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með forhúðina, eikina og húsið sem hýsir fíneríð, en ég geri ráð fyrir að það hafi fæðst barn þarna inn á milli og óska ykkur meira til hamingju með það! Er komið nafn á litlu dömuna?
Katla

mánudagur, ágúst 27, 2007 11:02:00 f.h.  
Blogger Unknown said...

Sem betur fer er ég löngu hætt að halda niðri mér andanum.....

fimmtudagur, september 20, 2007 10:56:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home