Í fyrsta lagi: Hvar er vettvangur til að selja sófa, uppþvottavél, ísskáp og e.t.v. einhver fleiri húsgögn? Er ekki eitthvað á netinu? Var einhver að tala um barnaland? Hvað gerir maður? Hvað virkar best?
Í öðru lagi: Hvar er best að kaupa eftirfarandi á þessum árstíma (og hvenær byrja eiginlega útsölur á þessum munum?):
- Ryksugu (verður að vera nett, létt og með svokallaðri HEPA-síu...)
- Ísskáp (burstað stál, ekki okkar val - verktakinn batt hendur okkar...)
- Uppþvottavél (líka burstað stál, úff)
- Þvottavél
- Sturtuklefa (botninn er til staðar, vantar klefa ofan á)
- Skiptiborð
Það var eitthvað fleira, man ekki allt.
Véfréttin snýr sér semsagt til lesenda sinna og falast eftir ábendingum, núna strax helst!
Parkett hefur verið valið (eftir miiiiiiiklar pælingar) og lagning getur hafst á morgun ef vel gengur.
Véfréttin iðar í skinninu eftir að fá að deila með lesendum sínum ýmsu sem hún hefur orðið fróðari um parkett.
Til dæmis er til plastparkett, harðparkett (spónaplata með ljósmynd af parketti á, þakin með áloxíð húð), Pergo-parkett (tja, svona svipað og harðparkettið, nema að mestu úr trjákvoðu og með einhverju plasti í stað áloxíðs (hvað er annars áloxíð?)), korkparkett (viðarhimna með keramik-húð og 15 ára ábyrgð) og svo allar hugsanlegar gerðir gamaldags tréparketts.
Og fyrir ykkur sem ekki vitið, þá er það víst mýta að parkett þurfi mikla umönnun, viðhald og stúss, flest af þessu sem okkur var kynnt á ekki að þurfa neitt, enda er það rúsínan í pylsuendanum.
Það kemur kannski ekki á óvart að hin jarðbundna og náttúruelska Véfrétt og sveimandi eiginmaður hennar völdu sér gólfefni sem eitt sinn stóð úti í skógi. Eik, nánar tiltekið, enda eru eldhúsinnréttingar úr eik.
En já, nú bíður Véfréttin eftir svörum, símleiðis, kommentaleiðis eða bara augliti til auglits, varðandi kaup og sölu á ofangreindum húsmunum.
7 Comments:
Vettvangur til að selja er fyrst og fremst Barnaland og smáauglýsingar mbl.
Á barnalandi þarftu að skrá þig, notendanafn og aðgangsorð, og svo seturðu inn auglýsingar. Getur annað hvort látið hafa samband við þig í skilaboðum eða gefur upp símanúmer.
Sem kaupandi verð ég að mæla með að þú setjir inn myndir, skrolla alltaf framhjá þeim sem nenna þvíekki, og mæli líka með að setja símanúmer því annars geta bara skráðir notendur haft samband og maður nennir kannski ekki að byrja nýskráningu til fyrir sófa sem verið seldur.
Þarna er líka oft hægt að fá heimilistæki á fínu verði, en ef þú vilt fá þau ný held ég að Elko sé skásti kosturinn.
Takk fyrir parket infóið, er margs vísari og styð algerlega valið.
Gangi ykkur vel!
Knús
H
afsakið fljótfærnina, taka tvö:
"...byrja nýskráningu fyrir sófa sem hefur verið seldur."
H
Hjer uti Facebook,og svo var kassi.is einu sinni eitthvad heima ... adrar uppl. hef eg ekki, mjer hefur aldrei tekist ad selja neitt! Ef Gumtree er heima gaeti thad virkad, eg veit ad Freecycle er med einhverja 5 medlimi:) en thad er svona gefa-okeypis network og ekki thad sem thu vilt. Eg hef sumsje uppl. fyrir tha sem bua a Bretlandi! Sorry, reyndi tho! S xx
Takk, takk. K�ki � �etta. Og K�rad�s: R�m �allar (sem ��ir fura og g�ti eflaust l�ka veri� parkett) er �itt (e�a d�ttur �innar) �egar �i� vilji� gleymdi reyndar a� taka mynd af �v� en get b�tt �r �v� e�a �i� bara liti� vi� �arna � Vesturb�num og meti� sj�lfar.
Skyldi lítið af síðustu færslu sökum íslensku stafa leysi og spurningamerkjamergð. Held samt að ég geti fengið rúmið hennar Þallar?
Hvað er síminn hennar Gullu?
H
(Af hverju er ég stundum Káradís og stundum HildurHildur á blogginu þínu??)
Ef eitthvað af þessu má vera notað þá er verið að selja ísskáp og uppþvottavél úr burstuðu stáli á barnalandi, húsgögn,bls 4 undir titlinum búslóð til sölu.
Tékkitát!!
H
jamm barnaland á víst að vera góður staður. Ef þú ert með eitthvað gamalt þá er ég e.t.v. til í að gerast buyer á því
Skrifa ummæli
<< Home