miðvikudagur, október 03, 2007

Eflaust blogga allir alvarlegir Moggabloggarar um stefnuræðu og aðrar ræður í dag. Sem betur fer er Véfréttin ekki of upptekin af alvarleika.

Véfréttin horfði á hátt í tvo tíma af beinni útsendingu frá Alþingi í gær og fannst á köflum ansi fyndið (óháð því hvort það var tilgangurinn hverju sinni).

Véfréttin komst að þeirri niðurstöðu að það þurfi að finna nýja leið til að stjórna löndum. Þetta flokkakerfi er gallað. Einstaklingarnir ættu að fá að njóta sín meira. Þegar Véfréttin nær heimsyfirráðum mun hún finna leið til að endurbæta lýðræðið og afnema flokkakerfið.

Og talandi um lýðræði, einhver útlensk stúlkukind hefur gengið svo fram af sómakærum íslenskum yfirvöldum að henni hefur verið vísað úr landi fyrir að ógna grunngildum samfélagsins (skv. blaðinu).

Véfréttina langar í framhaldi að vita hver séu hin skilgreindu grunngildi samfélagsins sem konan ógnaði. Samkvæmt félags-, mann- og uppeldisfræðilegum bakgrunni Véfréttarinnar snúast grunngildin oftast um sifjareglur, fjölskylduform, ýmis siðferðileg viðmið og annað í þeim dúr. Hvað gerði þess Miriam? Hafði hún mök við náinn fjölskyldumeðlim? Reyndi hún að leysa upp hina íslensku kjarnafjölskyldu? Sveik hún, skrökvaði, prettaði eða stal?

Eru hagsmunir ónefndra erlendra fyrirtækja nokkuð farnir að afmarka íslensk grunngildi?
(mynd af www.siggun.blog.is)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það þarf náttúrulega að sýna hinu innflutta lopapeysuliðinu og rugludöllunum með óhefðbundnar hárgreiðslur að svona borgarleg óhlýðni er okkur sómakæru íslendingunum til ama og það á ekki að vera að leyfa þessu fólki að komast upp með að hlekkja sig við grindverk og tefja duglega verkamenn við vinnu sína. Hvað þá að leyfa þeim að sýna íslensku lopalubbunum hvernig alvöru mótmæli gerast útí hinum stóra heimi... hér situr þetta lið bara þægt á Hljómalind og drekkur lífrænt latte og les (útlend) kommablöð og Fair trade weekly. Ekkert vesen og allir ánægðir í sálinni.
Svona gerum við bara við óþekka útlendinga og þeir mega bara fara heim til sín og skammast sín þar...
Húsmóðir í vesturbænum

miðvikudagur, október 03, 2007 3:26:00 e.h.  
Blogger Véfrétt said...

Káradís þarf að fá sér blogg!

miðvikudagur, október 03, 2007 8:32:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Afsakið, þurfti bara aðeins að pústa!!

fimmtudagur, október 04, 2007 3:50:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Annars höfum við Orri stundum látið okkur dreyma um að gera þræl vinstrisinnað dagblað í anda Rauðra Penna, þar sem Einar Bragi,afi Orra og Jón Rafnsson afi Nonna réðu ríkjum.
Þar væri gaman að húsmóðir í vesturbænum fengi vikulegt innslag svona til að fyllsta jafnréttis sé gætt! Hmmm...athugandi.
Hædí
sófakommi par excellance.

fimmtudagur, október 04, 2007 3:58:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home