miðvikudagur, júlí 04, 2007

Véfréttin hefur misst töluna á því hve margar húseignir hafa verið skoðaðar.

Hér eru þó nokkrar sem nýlega hafa verið heimsóttar, sumar oftar en einu sinni - já og oftar en tvisvar:

Látrasel
Strandvegur
Sóleyjarhlíð
Ásland
Flúðasel
Grandahvarf
Akurhvarf
Hamratangi
Rauðamýri

... og spennan magnast...

Véfrétt og familía fara annars í sumarbústað um helgina - alveg fram að næstu helgi. Allir eru velkomnir í heimsókn og grill og gistingu og pottinn og allt það.

Vei, sumarfrí!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Býður í partý en segir ekki hvar??
Heldurðu að ég hafi ekki dottið inná blogg föður þíns áðan!
Virtist eitthvað vera að missa móðinn vegna kommenta leysis og ég ætla að bæta úr því. Ef ég finn hann aftur...
Hvernig stendur annars á því að þú ert ekki búin að setja hann á tenglalistann????? Magga lafir ennþá þar inni og hefur ekki skrifað síðan hún óskaði öllum gleðilegs árs í fyrra!!(LovjúsamtMaggamín)
Sjáumst!
H

miðvikudagur, júlí 04, 2007 10:36:00 e.h.  
Blogger Véfrétt said...

a) Maður segir ekki hvar á opinberum vettvangi, en þú veist símann minn vænti ég.
b) Vissi ekki að hann ætti blogg, geri ekki ráð fyrir að hann viti af mínu heldur.

fimmtudagur, júlí 05, 2007 9:44:00 f.h.  
Blogger Unknown said...

Hahaha hann veit það núna.

fimmtudagur, júlí 05, 2007 10:58:00 f.h.  
Blogger Unknown said...

Reyndar, ef hann veit ekki hver véfréttin er þá skilur hann ekki upp né niður í mjög furðulegri kveðju frá mér.

fimmtudagur, júlí 05, 2007 10:59:00 f.h.  
Blogger Véfrétt said...

Káradís-hildur-hildur: Skilaboð til þín frá pápa... kíktu bara... en ekki blanda mér í málið...!

fimmtudagur, júlí 05, 2007 1:05:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home