mánudagur, júní 25, 2007

Eftir að þriðja tuginum lauk í íbúðaskoðuninni ákváðu hjónin að skrolla til baka og skoða aðeins betur það sem þau skoðuðu í fyrstu törn.

Og viti menn; nú hefur dregið til tíðinda. Hjónakornin hafa gert einkar siðsamlegt tilboð í ákveðna eign, sem hefur það helst til að bera fram yfir aðrar að státa kumli í bakgarðinum.

Kuml eru víst friðuð og því er tryggt að ekkert verði byggt í rytjulega en þó ögn rómantíska trjálundinum fyrir aftan viðkomandi eign.

Vei, vei, vei...

Og svo er bara að bíða og sjá hvort eigandinn er til í að selja.

3 Comments:

Blogger Drífa Þöll said...

ég krosslegg putta og vona að tilboðinu verði tekið. það er ekki amalegt að verða eigandi kumls, það eru ekki margir sem geta gortað yfir svoleiðis. gosbrunnar, gasgrill, pallur, pottur...iss það bliknar í samanburði við kuml!

þriðjudagur, júní 26, 2007 12:34:00 f.h.  
Blogger Véfrétt said...

Jú, takk, takk - við sjáum til. Sjálfsagt er kuml þjóðareign eða eitthvað þannig, en það þarf náttúrlega ekkert að spyrjast út...

þriðjudagur, júní 26, 2007 9:30:00 f.h.  
Blogger Laila said...

hmm ég er orðin mjög spennt

fimmtudagur, júní 28, 2007 4:36:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home