mánudagur, júní 18, 2007

Véfréttin er enn í húsnæðisleit.

Véfréttin sefur, dreymir, borðar, kúkar, grætur, hlær, hóstar og andar húsnæðisleit.

Dónalega lága tilboðinu var hafnað. Gert var dónalega hátt gagntilboð. Véfréttin og Sveimhuginn hafna því. Á meðan hafa 6 íbúðir til viðbótar verið skoðaðar.

Hlíðarbraut
Guðrúnargata
Klapparhlíð
Reyrengi
Jöldugróf
Fellahvarf

Véfréttin varð ástfangin af einni þessarra. Því miður voru í gangi tvö tilboð í þessa dásamlegu eign þegar Véfréttinn og spúsi skoðuðu og því lítið svigrúm fyrir hjónin að toppa það, sérstaklega þar sem þau eru bundin af því að þurfa að bjóða sína eigin upp í, í stað þess að blaka bara milljónunum beinum og berum framan í væntanlega seljendur. Andvarp.

Hjarta Véfréttarinnar varð þar eftir og er þar enn, þar sem hinir gerspilltu seljendur vaða yfir það á skítugum skónum og hinir ljónheppnu kaupendur geta traðkað á því um leið og þeir fá afhent.

En það er nokkuð ljóst að aðrar íbúðir standast engan samanburð eftir þetta. Annað andvarp.

Að öðru:

Véfréttin gleðst yfir reykingabanninu, en hefur þó ekki gerst svo fræg að mæta á reyklausan skemmtistað eða kaffihús nema í eitt einasta skipti síðan lögin tóku gildi. Betur má ef duga skal.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home