fimmtudagur, júní 28, 2007

Nú er ljóst að kumlið verður ekki okkar.

Við fórum þó í húsaskoðun í húsið við hliðina, sem tilheyrir öðrum eiganda, en er á könnu sama fasteignasala.

Hvort sem það var fölleit IKEA-innréttingin sem olli, blindandi glampinn af gljáfægðum Sjálfstæðiserninum í hnappagati fasteignasalans eða undarleg ýldulyktin af geymsludóti nágrannakonunnar, þá féllum við bara alls ekki fyrir hinni íbúðinni. Þó að þær væru nokkurn veginn eins.

Og leitin heldur áfram.

Höfum snúið okkur nokkuð að endurskoðunum og sem stendur eru tvær í sigtinu og eitt tilboð í gangi í þessum rituðum orðum.

Andvarp.

1 Comments:

Blogger Drífa Þöll said...

og ég sem var farin að hlakka til að skoða kumlið, djö... vonandi fara samt málin að skýrast hjá ykkur og ég skal alveg kíkja í heimsókn þó svo að það sé ekkert kuml hvar svo sem þið lendið.

föstudagur, júní 29, 2007 5:31:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home