fimmtudagur, maí 10, 2007

Lesendum aðeins hins besta tilkynnist hér með að Véfréttin er EKKI móðursjúk. Hávísindalegar niðurstöður úr sveppasýni sem sent var alla leið til Bandaríkja Norður-Ameríku til greiningar leiða í ljós að ógnvaldurinn var RAUNVERULEGUR og var úr hinni illræmdu Cladosporium fjölskyldu.

Nánar um einkenni eitrana hér (athugið að öll hin almennu eitrunareinkenni sem talin eru upp fremst eiga líka við).

Véfréttin vonast til að geta flutt heim til sín um eða eftir helgi. VEI, VEI, VEI!!!


Og fyrir ykkur Júrónörda... Véfréttin hefur vissulega gaman að smáborgaraskap og mainstream-lifnaðarháttum, en áhugi hennar á Júróvisjón er fyrst og fremst mannfræðilegs eðlis. Véfréttin hefur ekki lagt sig sérstaklega eftir því að hlýða á framlög frændþjóða (eða annarra þjóða) í ár, en hefur þó heyrt eitt skemmtilegt lag; þetta þýska. Áfram Þýskaland!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home