sunnudagur, mars 02, 2008

Jiii... Véfréttin fílar sig bara eins og poppstjörnu þegar svo margir eru farnir að ýta á eftir bloggi (heil tvö komment, ekki satt?). Og já, Véfréttin flutti inn, alsæl, sótthreinsaði eins og brjálæðingur í 10 daga á meðan alsælan dofnaði og máðist af. Allir urðu lasnir á meðan og andlit Véfréttarinnar tók á sig mynd pepperonipizzu með aukaosti. Einkar kræsó.

Meiri raki á ganginum, undir parketti. Allir aftur út. Hilton - systir - sýningaríbúð í Kópavogi. 11 dagar á netsins... sem kann að skýra bloggleysið að einhverju leyti. 2 dagar síðan Véfréttin komst á netið síðast (og fyrst í áðurnefnda 11 daga), en á morgun er stefnt á heimflutning að nýju og þá mun samband Véfréttarinnar við umheiminn aldrei rofna framar. Þá veistu það, æsti aðdáandi.

Annars dreymdi Véfréttina eins konar hóp-harakiri í nótt, sem hún sjálf guggnaði á að taka þátt í á síðustu stundu. Lúúúúser...

1 Comments:

Blogger Unknown said...

Takk fyrir þetta!
Veit ekki hvernig á að túlka harakiri drauminn...Ætli þetta sé ekki almenn frjústjasjón eftir húsnæðishrakningarnar.

mánudagur, mars 03, 2008 8:03:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home