Véfréttin þarf stundum að láta skerða hár sitt. Í gegnum tíðina hefur hún af og til fundið hárgreiðslustofur sem hún hefur kunnað að meta. Þær hafa undantekningalaust lagt upp laupana um leið og Véfréttin hefur farið að venja þangað komur sínar.
Í seinni tíð hefur vaknað með Véfréttinni þrá eftir að geta farið alltaf til sama hárklippistarfsmanns, enda telur hún það geta haft í för með sér ýmsa kosti. Hún hefur því smátt og smátt lagt meira og meira upp úr því að finna einhvern sem er þess verður að venja komur sínar til.
Fyrir tveimur árum var mágkona Véfréttarinnar svo væn að bjóða henni að deila með sér sinni einka-klippikonu. Hún hafði þá sjálf um árabil notið þjónustu þeirrar góðu konu. Þar eð Véfréttin var þá orðin harla vonlaus um að finna stabílan klippistarfsmann þáði hún boðið með þökkum. Hún fór til umræddrar konu og var ágætlega klippt, en konan lagði skærin á hilluna í beinu framhaldi og hefur ekki snert þau síðan.
Véfréttin hefur reynt ýmislegt í klippingabransanum og fór næst á stofu í Grafarvogi, með mynd af sjálfri sér ungri og sætri með klippingu sem hún vildi gjarnan fá endurtekna. Hárgreiðslukonan taldi það lítið mál, en tókst þó á undraverðan hátt að elda Véfréttina um góð 10 ár. Véfréttin fór þangað ekki aftur.
Næst lá leiðin á tískupísku gæja- og pæjastofu á Laugarvegi, þar sem allir eru ógissla trendí og innréttingarnar gebba inn og allt eins perfekt og best verður á kosið. Hægt var að velja um misdýra klippara og áttu gæði klippinga að fara eftir því hve dýr starfsmaðurinn var. Véfréttin þorði ekki annað en að velja rándýra konu, sem var sérinnflutt frá útlöndum til að kenna molbúum á klakanum að klippa rétt. En allt kom fyrir ekki. Höfuð Véfréttarinnar var áfram jafn ómóðins og fyrr.
Nú lá leiðin aftur á sömu klippistofu og uppáhaldsklippikona mágkonunnar hafði unnið á. Að þessu sinni hitti Véfréttin á sérdeilis hressa og viðkunnalega klippikonu sem klippti af snilld og næmni og hlustaði á hvert orð sem Véfréttin lét út úr sér og virti þau í þaula. Véfréttinni fannst hún fín eftir á, var ánægð og fékk nafn stúlkunnar.
Þegar Véfréttin sneri aftur á sömu stofu og spurði eftir vinkonu sinni var hún horfin á braut og enginn vissi um afdrif hennar. Mædd í bragði pantaði Véfréttin tíma hjá annarri konu - á sömu stofu. Sú kona klippti af fagmennsku og var ásættanlega viðkunnaleg. Í örvæntingu fékk Véfréttin nafnspjaldið hennar og tók um leið af henni loforð um að vera enn að störfum á sömu stofu eftir 3 - 6 mánuði.
Tæpum 5 mánuðum seinna hringdi Véfréttin, með nafnspjaldið í annarri, og spurði eftir klippikonunni. Jú, hún var enn starfandi á viðkomandi stofu, en bara á fimmtudögum og aðra hverja helgi. Véfréttin lét sig ekki muna um að bíða í fáeina daga eftir að komast að, hélt það litla fórn fyrir þann lúxus að komast aftur til sömu klippikonu.
Þegar Véfréttin mætti var klippikonan upptekin. Véfréttin settist því róleg og gluggaði í glanstímarit. Hin útvalda kom svo og sagði að önnur kona myndi ,,byrja að undirbúa" Véfréttina þar eð hún upptekin enn. Véfréttin sá ekkert athugavert við það.
Hin konan fór svo að ,,undirbúa" Véfréttina og sagðist m.a. ætla að ,,undirbúa" litinn (Véfréttin vildi fá örfáar hógværar og lítt áberandi strípur til að jafna út vetrargrámann). Véfréttin samþykkti möglunarlaust og fylgdist í speglinum með sinni útvöldu gæla við hár annarrar konu.
Fyrr en varði var undirbúningskonan farin að pensla með lit í hár Véfréttarinnar. Véfréttin spurði einskis, þess fullviss að bráðum tæki hin útvalda við.
Undirbúningskonan skolaði svo litinn úr. Véfréttin beið þolinmóð.
Undirbúningskonan spurði svo út í hvernig Véfréttin vildi láta klippa. Véfréttin vildi bara láta særa agnarögn, en fannst annars óþarfi að vera að segja undirbúningskonunni mikið um það, þar eð hin væri alveg að fara að taka við. Undirbúningskonan tók þá til við að undirbúa klippingu og fyrr en varði lá megnið af því hári sem til stóð að fjarlægja í valnum.
Þegar Véfréttin áttaði sig á því að fátt verka var eftir fyrir hina útvöldu annað en e.t.v. að blása og greiða fór hún að ókyrrast. En undirbúningskonan undirbjó blástur og greiðslu af snilld, réðist ótrauð í framkvæmdina og svipti svo klippiskikkjunni af Véfréttinni.
Véfréttinni fannst hún nakin - já, allt að því svívirt.
Hún kastaði einu brostnu augliti til hinnar útvöldu sem enn virti hana ekki viðlits. Svo gekk hún sneypt að afgreiðsluborðinu og borgaði, ekki neitt undirbúningsgjald, heldur ríflega 10.000 kall.
Niðurbrotin á hári, sál og líkama spurði hún undirbúningskonuna hvort hún yrði enn starfandi þarna eftir 3 - 6 mánuði. ,,Já," svaraði undirbúningskonan, ,,ég á stofuna".
Véfréttin fékk nafnspjald.
Í seinni tíð hefur vaknað með Véfréttinni þrá eftir að geta farið alltaf til sama hárklippistarfsmanns, enda telur hún það geta haft í för með sér ýmsa kosti. Hún hefur því smátt og smátt lagt meira og meira upp úr því að finna einhvern sem er þess verður að venja komur sínar til.
Fyrir tveimur árum var mágkona Véfréttarinnar svo væn að bjóða henni að deila með sér sinni einka-klippikonu. Hún hafði þá sjálf um árabil notið þjónustu þeirrar góðu konu. Þar eð Véfréttin var þá orðin harla vonlaus um að finna stabílan klippistarfsmann þáði hún boðið með þökkum. Hún fór til umræddrar konu og var ágætlega klippt, en konan lagði skærin á hilluna í beinu framhaldi og hefur ekki snert þau síðan.
Véfréttin hefur reynt ýmislegt í klippingabransanum og fór næst á stofu í Grafarvogi, með mynd af sjálfri sér ungri og sætri með klippingu sem hún vildi gjarnan fá endurtekna. Hárgreiðslukonan taldi það lítið mál, en tókst þó á undraverðan hátt að elda Véfréttina um góð 10 ár. Véfréttin fór þangað ekki aftur.
Næst lá leiðin á tískupísku gæja- og pæjastofu á Laugarvegi, þar sem allir eru ógissla trendí og innréttingarnar gebba inn og allt eins perfekt og best verður á kosið. Hægt var að velja um misdýra klippara og áttu gæði klippinga að fara eftir því hve dýr starfsmaðurinn var. Véfréttin þorði ekki annað en að velja rándýra konu, sem var sérinnflutt frá útlöndum til að kenna molbúum á klakanum að klippa rétt. En allt kom fyrir ekki. Höfuð Véfréttarinnar var áfram jafn ómóðins og fyrr.
Nú lá leiðin aftur á sömu klippistofu og uppáhaldsklippikona mágkonunnar hafði unnið á. Að þessu sinni hitti Véfréttin á sérdeilis hressa og viðkunnalega klippikonu sem klippti af snilld og næmni og hlustaði á hvert orð sem Véfréttin lét út úr sér og virti þau í þaula. Véfréttinni fannst hún fín eftir á, var ánægð og fékk nafn stúlkunnar.
Þegar Véfréttin sneri aftur á sömu stofu og spurði eftir vinkonu sinni var hún horfin á braut og enginn vissi um afdrif hennar. Mædd í bragði pantaði Véfréttin tíma hjá annarri konu - á sömu stofu. Sú kona klippti af fagmennsku og var ásættanlega viðkunnaleg. Í örvæntingu fékk Véfréttin nafnspjaldið hennar og tók um leið af henni loforð um að vera enn að störfum á sömu stofu eftir 3 - 6 mánuði.
Tæpum 5 mánuðum seinna hringdi Véfréttin, með nafnspjaldið í annarri, og spurði eftir klippikonunni. Jú, hún var enn starfandi á viðkomandi stofu, en bara á fimmtudögum og aðra hverja helgi. Véfréttin lét sig ekki muna um að bíða í fáeina daga eftir að komast að, hélt það litla fórn fyrir þann lúxus að komast aftur til sömu klippikonu.
Þegar Véfréttin mætti var klippikonan upptekin. Véfréttin settist því róleg og gluggaði í glanstímarit. Hin útvalda kom svo og sagði að önnur kona myndi ,,byrja að undirbúa" Véfréttina þar eð hún upptekin enn. Véfréttin sá ekkert athugavert við það.
Hin konan fór svo að ,,undirbúa" Véfréttina og sagðist m.a. ætla að ,,undirbúa" litinn (Véfréttin vildi fá örfáar hógværar og lítt áberandi strípur til að jafna út vetrargrámann). Véfréttin samþykkti möglunarlaust og fylgdist í speglinum með sinni útvöldu gæla við hár annarrar konu.
Fyrr en varði var undirbúningskonan farin að pensla með lit í hár Véfréttarinnar. Véfréttin spurði einskis, þess fullviss að bráðum tæki hin útvalda við.
Undirbúningskonan skolaði svo litinn úr. Véfréttin beið þolinmóð.
Undirbúningskonan spurði svo út í hvernig Véfréttin vildi láta klippa. Véfréttin vildi bara láta særa agnarögn, en fannst annars óþarfi að vera að segja undirbúningskonunni mikið um það, þar eð hin væri alveg að fara að taka við. Undirbúningskonan tók þá til við að undirbúa klippingu og fyrr en varði lá megnið af því hári sem til stóð að fjarlægja í valnum.
Þegar Véfréttin áttaði sig á því að fátt verka var eftir fyrir hina útvöldu annað en e.t.v. að blása og greiða fór hún að ókyrrast. En undirbúningskonan undirbjó blástur og greiðslu af snilld, réðist ótrauð í framkvæmdina og svipti svo klippiskikkjunni af Véfréttinni.
Véfréttinni fannst hún nakin - já, allt að því svívirt.
Hún kastaði einu brostnu augliti til hinnar útvöldu sem enn virti hana ekki viðlits. Svo gekk hún sneypt að afgreiðsluborðinu og borgaði, ekki neitt undirbúningsgjald, heldur ríflega 10.000 kall.
Niðurbrotin á hári, sál og líkama spurði hún undirbúningskonuna hvort hún yrði enn starfandi þarna eftir 3 - 6 mánuði. ,,Já," svaraði undirbúningskonan, ,,ég á stofuna".
Véfréttin fékk nafnspjald.
Efnisorð: hárgreiðslustofa, klippikonur, Klipping, þjónusta
3 Comments:
Hvernig væri að fara í Iðnskólann, fylgjast þar náið með þroska og hæfileikum þeirra sem stunda þar hárlistir og ráða svo þann sem þér líst best á? Jafnvel fyrir lífstíð. Gætir kannski geymt viðkomandi í einu af öllum herbergjunum í nýju íbúðinni og nýtt þér þjónustuna án þess að fara út úr húsi. Það væri ekki amalegt.
helv. spamarar útum allt...
hahahaha, pant ekki segja þér hver klippir mig!
Hlakka til að sjá þig á lau!:)
Skrifa ummæli
<< Home