fimmtudagur, janúar 10, 2008

Eftir 4 mánuði í stífri atvinnuleit hefur Véfréttin smátt og smátt áttað sig á döprum sannleika. Ísland er ekki land atvinnuauglýsinga og jafnrar samkeppni. Ísland er land kunnings- og klíkuskapar. Vinnur veitast í gegnum vina- og fjölskyldutengsl. Þetta vita náttúrlega allir innfæddir, en sumir, eins og Véfréttin, halda þó ansi lengi í ídeólógíuna.
Það hefur runnið upp fyrir Véfréttinni að hún hefur í gegnum tíðina valið sér félagsskap á alröngum forsendum. Vinir og vinkonur Véfréttarinnar er samansafn af fólki sem henni hefur þótt skemmtilegt, fundið til samkenndar með og þótt vænt um.
Þvílík reginmistök. Fáir ef einhverjir úr þessum hópi eru þess megnugir að húkka Véfréttina upp á þeim stöðum sem hún vill vinna á. Það er því með sorg og trega, en hagkvæmni að leiðarljósi, sem Véfréttin kveður ykkur nú, gömlu vinir og vinkonur. Takk fyrir samfylgdina.

Mynd af nýju vinum Véfréttarinnar.

6 Comments:

Blogger Unknown said...

mun sakna þín, þetta voru góð 29 ár sem við höfum átt saman. Þú kemur sumsé ekki í hitting á laugardaginn???

föstudagur, janúar 11, 2008 5:36:00 e.h.  
Blogger Véfrétt said...

Nei, ég, Brandy, Bob og Buster erum að fara saman í brunch. Sorrý...

föstudagur, janúar 11, 2008 5:50:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

fyrigefið en...

HAHAHAHAHAHAHAHA

fyndið!

laugardagur, janúar 12, 2008 8:51:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

úbbs gleymdi,
kveðja Ösp

laugardagur, janúar 12, 2008 8:52:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hafðu það gott sem uppi með nýju vinunum. ég mun hugsa með gleði til þeirra stunda sem við höfum átt saman og geyma þær í hjarta mínu þar sem við munum víst ekki hittast aftur.
Kveðja
Drífa Þöll

laugardagur, janúar 12, 2008 10:33:00 f.h.  
Blogger Skoffínið said...

Já takk fyrir samveruna, vona að "nýju" vinirnir verði þér ánægjulegir og gleði muni vera á meðal ykkar meðan þið farið yfir skjöl í drögtum og jakkafötum og svoleiðis - ojbarasta

þriðjudagur, janúar 22, 2008 5:48:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home