þriðjudagur, janúar 01, 2008

Gleðilegt ár kæru örfáu en sauðtryggu lesendur. Véfréttin ber mikla virðingu fyrir ykkur öllum og gleðst ósegjanlega yfir því að þið skulið láta svo lítið að lesa þessi orð, hvað þá önnur sem af fingurgómum hennar hrjóta.

Og enn á ný viðurkennir Véfréttin að vera plebbi sem pælir í skaupinu. Dómur ársins er á þá leið að væntingar þær sem Véfréttin hafði ómeðvitað alið með sér, meðal annars eftir að hafa velst um af hlátri yfir síðasta skaupi og Næturvaktinni, hafi brostið eftirminnilega.

Eins og afar oft áður voru einhverjir brandarar - einn... kannski tveir, mögulega þrír... sem hægt var að hlægja að. Aulahrollurinn var of yfirþyrmandi megnið af tímanum til að Véfréttinni og skaupsgestir hennar (sem voru 6 talsins auk Sveimhugans og sofandi barna) gætu slakað á. En jæja, það er ekkert svo svakalega langt í næsta skaup.

Efnisorð: ,

2 Comments:

Blogger Drífa Þöll said...

Gleðilegt ár! Miðað við myndina hefur blásið aðeins á ykkur á gamlárs. heils...

þriðjudagur, janúar 08, 2008 7:26:00 e.h.  
Blogger Unknown said...

blooblooblloobloblobloggg...mín eitthvað sár??
Gleðilegt ár og sjáumst á morgun!
H

miðvikudagur, janúar 09, 2008 7:57:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home