Fyrir 7 eða 8 árum heyrði Véfréttin skólasystur sína lýsa því yfir af miklum sannfæringarkrafti að hún myndi AAAAALDREI nokkurn tíma framar drekka úr glasi á hótelherbergi. Ástæðan? Jú, hún hafði um skeið unnið sem herbergisþerna á aldeilis flottu fjölstjörnu hóteli við Strikið í Køben. Þar tíðkaðist að hrækja í glösin og pússa svo upp í snatri.
Æ síðan hefur Véfréttin litið hótelglös hornauga. Og jafnvel þó að hún hafi síðan helst dvalið á Fosshótelum og margoft séð vagna með hreinum og fínum glösum á göngunum þegar þernur eru að störfum og jafnvel horft á glösum skipt út og fylgt þeim alla leið að uppþvottavélinni, þá þvær hún þau enn sjálf áður en hún notar þau. Bara til öryggis.
Þannig að á þeim árum sem liðin eru síðan fóbíufræinu var sáð hefur Véfréttin aldrei náð að líta hótelglös réttu auga. Það varð því sem vatn litla fóbíusprotann þegar Véfréttin fékk þennan tengil sendan. Skoðið endilega og myndið ykkur sjálfstæða skoðun á því hvað þið ætlið að gera næst þegar þið þurfið að bursta í ykkur tennurnar á hótelherbergi...
Æ síðan hefur Véfréttin litið hótelglös hornauga. Og jafnvel þó að hún hafi síðan helst dvalið á Fosshótelum og margoft séð vagna með hreinum og fínum glösum á göngunum þegar þernur eru að störfum og jafnvel horft á glösum skipt út og fylgt þeim alla leið að uppþvottavélinni, þá þvær hún þau enn sjálf áður en hún notar þau. Bara til öryggis.
Þannig að á þeim árum sem liðin eru síðan fóbíufræinu var sáð hefur Véfréttin aldrei náð að líta hótelglös réttu auga. Það varð því sem vatn litla fóbíusprotann þegar Véfréttin fékk þennan tengil sendan. Skoðið endilega og myndið ykkur sjálfstæða skoðun á því hvað þið ætlið að gera næst þegar þið þurfið að bursta í ykkur tennurnar á hótelherbergi...
2 Comments:
hef aldrei heyrt þetta, hvorki fyrr né síðar...ojjjjjbara!!! ég ætla sko að muna þetta næst þegar ég fer á hótel...
d.
mágkona mín vann á fínu hóteli í Gautaborg í sumar. Sumarið byrjaði á námskeiði í herbergjahreinsitækni! Og þar var henni kennt að nota eina tusku fyrir 6 herbergi, og hún var notuð á allt!!!!! Hún sagði okkur þetta einmitt til að við mundum aldrei drekka út hótelglasi aftur.
katla
Skrifa ummæli
<< Home