mánudagur, nóvember 12, 2007

Eins og áður er komið fram er Véfréttin ekkert sérstaklega áhugasöm um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og þar af leiðandi ekki heldur hin svonefndu Laugardagslög. Véfréttin hefur stundum látið þetta efni rúlla á sunnudögum, meðfram heimilisstörfum og barnauppeldi. Henni hefur iðulega fundist innslög Jóns Gnarrs og Sigurjóns leiðinleg.

En síðasta skipti var undantekning. Jón Gnarr er einfaldlega snillingur, þó að snilli hans fái ekki alltaf notið sín jafn vel. Negrastrákainnslag síðastliðins laugardagskvölds var tær snilli, hana má sjá hér (draga sleðann til móts við rew-takkann).

1 Comments:

Blogger Gudlaug Erla Magnusdottir said...

Þetta kemur nú því sem þú skrifaðirekkert við en, ég á eina vinkonu sem að er í mesta basli. ´Hún á einn strák sem að er með ofnæmi fyri mjólkog eggjum en hana langar svo að baka fyrir hann fyrir jólin smákökur. Eitthvað sem þau geta öll borðað saman, en ég finn ekki emailið þitt þannig að ég skrifa þetta hérna :D
Mér datt í huga ða þú hefðir einhverjar skemmtilegar hugmyndir :D
www.gudlaugerla@gmail.com

Kveðja Gulla litla

mánudagur, nóvember 12, 2007 11:44:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home