þriðjudagur, janúar 23, 2007

Véfréttin er ekki sérstaklega áhugasöm um íþróttir, án þess þó að vera með neina kergju í garð þeirra sem þær stunda eða hafa á þeim áhuga.

Hins vegar fyllist Véfréttin gjarnan angist þegar hún fréttir af slæmu gengi landsliðsins í handbolta og að sama skapi gleðst hún innilega þegar því gengur vel.

Þessar tilfinningasveiflur í tengslum við gengi landsliðsins orsakast af því að í heimalandi Véfréttarinnar hefur gengi handboltalandsliðsins mjög sterk áhrif á þjóðina, sjálfsmynd hennar, sálarástand og samskipti þegna innbyrðis. Þegar vel gengur hjá landsliðinu gengur allt betur hjá þjóðinni og allir eru ögn léttari í lund. Það fellur Véfréttinni betur í geð heldur en þunglyndi og bölsót í kjölfar slæms gengis.

Ergó: Véfréttin heldur eindregið með íslenska handboltalandsliðinu (þó að hún horfi ekki á leiki). Viva la handbolti.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Finnst Vjefrjett vid haefi ad senda Adolf Inga til Thyskalands til ad horfa a boltann og kjafta pinu fra thvi sem Auddi et al toku sjer fyrir hendur?

miðvikudagur, janúar 24, 2007 1:01:00 e.h.  
Blogger Véfrétt said...

Hmmm... eins og fram kom í pistlinum fylgist Véfréttin ekki alveg með í handboltaheiminum, en ef lausmælgi Adolfs Inga hefur slæm áhrif á gengi landsliðsins er Adolf Ingi kominn ofarlega á lista yfir óvini ríkisins í hjarta Véfréttarinnar.

miðvikudagur, janúar 24, 2007 9:35:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home