fimmtudagur, janúar 04, 2007

Véfréttin forðast stundum að minnast á og ræða hluti sem henni finnst einkenna plebba og hvítt hyski að ræða um. Þannig hefur hún t.d. ekki eytt miklu púðri í umræðu um skaupið, enda er það svo að ekki er mikil yfirstandandi umræða um það í félagahópi véfréttarinnar.

En eitt langar véfréttina að leggja til málsins að þessu sinni. Það er; skaupið er alltaf skemmtilegt. Það skiptir eiginlega engu máli hvort það er eitthvað ögn minna fyndið þetta árið og ögn hnyttnara hið næsta, það er samt alltaf skemmtilegt. Það er það skemmtilega við það.

En eins og margir sem komnir eru á jafn virðulegan aldur og hún sjálf heldur véfréttin mest upp á sum af þessum gömlu... jafn vel sum sem öðrum eru löngu gleymd. Ahhh... það voru góðir tímar.

En í dag er véfréttin á leiðinni til Vestmannaeyja með fríðu föruneyti. Farvel fasta land. Vei, vei, vei!

4 Comments:

Blogger St.Pie said...

Eg gleymdi ad horfa a Skaupid! Thad var orugglega a netinu. Rats. Goda ske i Eyjum, megi Sveinlaug (?) eiga sem gledilegast afmaeli og thid hin sem skemmtilegasta dvol utan meginlandsins mikla.

fimmtudagur, janúar 04, 2007 3:15:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ÞAÐ HEYRIST EKKERT HÉRNA AFTURÍ !!!!!!!

fimmtudagur, janúar 04, 2007 7:25:00 e.h.  
Blogger Véfrétt said...

Thíhí...

mánudagur, janúar 08, 2007 4:26:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig er það, fær maður ekki eyjablogg??

fimmtudagur, janúar 11, 2007 2:06:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home