Á vinnustað Sveimhugans eru í gangi endalausir leynivinaleikir fyrir jólin. Nú veit Véfréttin ekki allt um fyrirkomulagið, en eitthvað snýst þetta um gjafir til og frá vinnufélögum, án þess að neinn megi vita hver gaf. Fyrr en á fimmtudögum, þá er uppgjör (eins og í dag, væntanlega).
Nema hvað, í síðustu viku fékk Sveimhuginn tímaritið The Economist frá leynivinkonu sinni, sem reyndist vera ein af hans fjölmörgu undirsátum á vinnustaðnum. Henni fannst, skv. yfirlýsingum í fimmtudagsuppgjörinu, að blaðið væri eitthvað svo ægilega mikið ,,hann".
Í heiðarlegri viðleitni til að standa undir væntingum undirmanna sinna lagðist Sveimhuginn upp í rúm, snemma kvölds í beinu framhaldi, og gluggaði í The Economist.
Ekki varð Véfréttin vör við að lesturinn yrði langur. Hins vegar lagði Sveimhuginn blaðið á náttborðið, með forsíðuna upp, véfréttarmeginn, nota bene.
Og síðan hefur bjargvættur heimsins, George W. Bush starað frekjulega á Véfréttina í hvert sinn er hún hyggst ganga til náða. Þetta finnst Véfréttinni afar óþægilegt og afar óviðeigandi líka, í skjóli hjónaherbergisins.
En einhvern veginn hefur hún ekki haft það í sér að hrófla við blaðinu, það er jú mikilvægt tákn um stöðu Sveimhugans á vinnustað sínum.
Kannski í jólahreingerningunni?
Nema hvað, í síðustu viku fékk Sveimhuginn tímaritið The Economist frá leynivinkonu sinni, sem reyndist vera ein af hans fjölmörgu undirsátum á vinnustaðnum. Henni fannst, skv. yfirlýsingum í fimmtudagsuppgjörinu, að blaðið væri eitthvað svo ægilega mikið ,,hann".
Í heiðarlegri viðleitni til að standa undir væntingum undirmanna sinna lagðist Sveimhuginn upp í rúm, snemma kvölds í beinu framhaldi, og gluggaði í The Economist.
Ekki varð Véfréttin vör við að lesturinn yrði langur. Hins vegar lagði Sveimhuginn blaðið á náttborðið, með forsíðuna upp, véfréttarmeginn, nota bene.
Og síðan hefur bjargvættur heimsins, George W. Bush starað frekjulega á Véfréttina í hvert sinn er hún hyggst ganga til náða. Þetta finnst Véfréttinni afar óþægilegt og afar óviðeigandi líka, í skjóli hjónaherbergisins.
En einhvern veginn hefur hún ekki haft það í sér að hrófla við blaðinu, það er jú mikilvægt tákn um stöðu Sveimhugans á vinnustað sínum.
Kannski í jólahreingerningunni?
3 Comments:
Þetta fannst mér svo skemmtilegt að ég flissaði upphátt.
fyrigefðu en....HAHAHAHAHAHAHA góð lesning svona rétt fyrir hátíðina;)
Gleðileg jól
KV.Ösp
það er undirrituðum sönn ánægja að skýra frá því að bush hefur verið lækkaður í tign - úr rúminu og yfir á dolluna.
þar sómir hann sér vel, reiðubúinn til taks.
Skrifa ummæli
<< Home