föstudagur, janúar 12, 2007

Einu sinni sá véfréttin þátt í sjónvarpinu sem hét "Rock'n'roll daughters". Mjög áhugavert, út af fyrir sig.

Fyrir þessi jól voru nokkur svona rokkbörn með í útgáfuflóðinu. Véfréttin hefur ekki gert ýtarlega úttekt á þeim, en man eftir þremur í svipinn, það er Elísabet Ellenar- og Eyþórsdóttir, Bryndís Jakobs- og Ragnhildar-Gísladótturdóttir og Whatshisname PálmaGunnarssonarson.

Rock´n´roll daughter


Þetta finnst véfréttinni athyglisvert, en hefur eiginlega ekkert sérstakt um þetta að segja. Nema kannski að Bryndís þessi var bara með mömmu sinni í einhverju lagi á safnplötu (Megasarlög) en ekki með sína eigin plötu. Hún var samt eiginlega mest kúl því að hún spilaði á gítar líka.

Sem aftur leiddi véfréttina út í vangaveltur um það hve ótrúlega oft konur láta sér nægja að vera söngkonur, á meðan karlar, hversu vel syngjandi sem þeir eru, eru meira í því að spila á hljóðfæri líka og semja lög og texta.

Það eru jú nokkrir gaurar sem láta sér nægja að syngja, en það eru mun fleiri konur. Það er meira að segja þannig að ef að ein kona er í bandi er hún nær undantekningaaust söngkonan og fær í besta falli að hrista hristu með. En gaurarnir eru í öllu öðru.

Þess vegna finnst Véfréttinni Lay Low kúl og aðrar framtakssamar konur, meira að segja Hera, þó að ósennilegt sé að fleiri hrós til þeirrar ungu konu muni sjást á Aðeins hinu besta.

Og varðandi Vestmannaeyjar: Skelfileg sjóferð, engir lundar, heitavatnslaus heiti pottur, ægilega hjálplegir eyjaskeggjar, fræðslumyndbönd í lange baner, þrettándatrúarbrögð og að lokum heimsókn til Kennarasleikjunnar. Hitti ekki Árna Johnsen að þessu sinni, þó að eiginmaður minn og tengdafaðir hafi ekið upp heimkeyrsluna hans og mágkona mín hafi tekið myndir af húsinu hans (þekki þau ekki). Sá hins vegar Geir Jón löggugaur, hann er líka frægur Vestmanneyjingur.





0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home