þriðjudagur, janúar 16, 2007

Herra og frú Véfrétt brugðu fyrir sig betri fætinum um helgina og fóru í kvikmyndahús. Sko þau, ekki dauð úr öllum æðum, ha!

Myndin sem þau sáu var Köld slóð. Það var reyndar ekki fyrsta val, en Smárabíó fær algera falleinkun fyrir hrikalega þjónustu við viðskiptavini sína. Nokkur orð um það:

Það er kalt mat Véfréttarinnar að það sé ekki eðlilegt að mörghundruð metra biðraðir séu daglegt brauð í bíóhúsi - eða það er allavega ekki eðlilegt að þegar raðir eru svo langar að aðeins séu starfsmenn í tveimur miðasölulúgum af fjórum. Þetta leiðir til þess að fólk sem mætir akkúrat tímanlega missir ekki bara af auglýsingunum, heldur einnig fyrsta kortérinu af myndinni.

Í því tilfelli sem hér um ræðir geta Véfrétt og Sveimhugi svo sem sjálfum sér um kennt að það var uppselt á myndina sem þau langaði á, þau hefðu átt að vera ögn fyrr á ferðinni. En þetta er samt skítabíó - aldrei þangað aftur. Það er óforskammað að gera ekkert til að grynnka á endalausri röð.

Nú... væntingar hjónanna til kvikmyndarinnar sem þau enduðu á voru ólíkar. Véfréttin hélt að hún væri léleg og Sveimhuginn að hún væri góð. Enda fór svo að myndin kom Véfréttinni skemmtilega á óvart en olli Sveimhuganum miklum vonbrigðum.

Í sjálfu sér er ekki meira um þessa kvikmynd að segja en hinar íslensku myndirnar, en það er eitt sem Véfréttin finnur sig knúna til að tjá sig um. Það var ógeðfelldasti kvikmyndakoss sögunnar, ef frá eru taldir kossar sem beinlínis eiga að vera ógeðslegir, ofbeldisfullir eða annað í þeim dúr.

Þresti Leó Gunnarssyni og Elvu Ósk Ólafsdóttur tókst það sem engu öðru kvikmyndapari hefur fram til þessa tekist; að senda Véfréttina heim með viðvarandi klígju. Pjæ.

4 Comments:

Blogger St.Pie said...

Ae nu neydistu til ad lysa kossinum fyrir folki sem getur ekki sjed myndina - hjer eru engar radir og heldur engar islenskar myndir syndar. Kannski er samasem merki a milli thessara thatta? Hmm.

miðvikudagur, janúar 17, 2007 11:41:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála, nenni ekki að borga offjár bara til að svala forvitninni. Tók hann úr sér tennurnar? Var of mikið tunguspil sjáanlegt? Do tell!!

miðvikudagur, janúar 17, 2007 2:03:00 e.h.  
Blogger Véfrétt said...

Hey, sýnið smá tillitssemi - ég er að reyna að gleyma...

miðvikudagur, janúar 17, 2007 3:23:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sá Þöst Leó í bænum í gær og roðnaði uppí hársrætur... Ég vildi að þú myndir bara segja frá þessum kossi svo ég geti hætt að ímynda mér allt hið versta. Sé alltaf fyrir mér þroskahefta tannlausa gaurinn sem hann lék í 101 Reykjavík í sleik.
Svei þér!

þriðjudagur, janúar 23, 2007 12:40:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home