sunnudagur, september 10, 2006

Í gær áttu tvær mikilvægar manneskjur afmæli. Önnur varð tveggja ára, hin þrítug. Það sem olli mér heilabrotum var ólíkt viðhorf þeirra tveggja til frumefnisins elds.

Annað þeirra reyndi af alefli að slökkva hann, með dyggri hjálp foreldra sinna.



Hitt slökkti (rafmagns-)ljósin, spreyjaði hárlakki á handlegginn á sér og bar upp að kertum.


Svo lengi lærir sem lifir.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir okkur... Ég er virkilega fegin að síðara dæmið á ekki við um dóttur mína. Þótt það hefði verið fyndið að sjá Lúlla með foreldrum sínum á fyrri myndinni.

sunnudagur, september 10, 2006 7:50:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home