fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Ehemm... já, véfréttin er nú ekkert alltaf fyrst með fréttirnar. En fyrir ykkur sem eigið heima ofan í djúpri holu ofan í jörðinni og eruð fullkomlega laus við fjarskiptasamband við umheiminn ef frá er talið blogg véfréttarinnar, þá voru haldnir ansi huggulegir tónleikar í Ásbyrgi nú um helgina. Semsagt síðustu helgi, þá einu hér á landi er kennd er við ákveðna starfsstétt (og þá einkum annað kynið).

Þegar véfréttin heyrði fyrst að smala ætti útilegulýð landsins saman á þessum háhelga stað sem haldið hefur hjarta véfréttarinnar í gíslingu frá því hún kom þangað fyrst á barnsaldri (var sko í sveit hjá Lilju frænku steinsnar frá náttúruperlunni), fékk hún nett hland fyrir hjartað.

En óttist eigi. Allt gekk vel. Björgin hrundu ekki, enginn kveikti í skóginum og flestir héldu sig við merktar gönguleiðir.

Myndræn frásögn sýnir glögglega

a) að úlpa er óþörf í 23 gráðu mollu, þó sólin sé engin (þó var þreytandi að halda endalaust á henni, betra að hafa á öxlunum bara).
b) að nóg er af berjum á leiðinni inn í birgið til að lita tunguna bláa (ja, eða það sést kannski ekki á svona smárri mynd?).












Þessa tók véfréttin á fyrsta eða öðru lagi:


... og svo bætti Sveimhuginn um betur þegar himininn var farinn að taka á sig dulúðlegan blæ...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það var líka svakalega gaman á Throwing muses!
Og meðalaldurinn fremst við sviðið um fertugt. rokk og ról!
H

föstudagur, ágúst 11, 2006 8:22:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home