miðvikudagur, september 06, 2006

Þó að ég eigi heima í úthverfi og aki um á steisjon þá verð ég að viðurkenna að ég hef alveg sloppið við að detta ofan í þennan Rock Star pott sem þorri landsmanna og -kvenna virðist sokkinn í.

Ég sé þetta sárasjaldan og hef enn ekki gert mig seka um að vaka fram eftir nóttu til að greiða ákveðnum keppanda atkvæði á forsendum þjóðernis fremur en hæfileika.

En ég viðurkenni þó að í aðra röndina finnst mér svona þjóðerniskenndar-innblásin þjóðarátök doldið krúttleg. Eyjan okkar er svoddan krútt.

En allavega; í kvöld sá ég brot í fyrsta sinn í margar vikur. Það sem fyrir augu bar minnti mig átakanlega á af hverju ég hef aldrei freistast til að horfa á meira en tvö til þrjú lög í einu.

Þið kannist öll við aulahrollinn, ekki satt? Jæja, það er allavega fátt sem kemur honum hressilegar af stað hjá mér en miðaldra málaðir útlifaðir gaurar sem hossa sér í sætunum eins og bældir táningar þegar þeir eru að tjá ánægju sína og ,,innlifun" inn í túlkun einhverra keppenda.

Ég get bara ekki lýst þessu, þetta er bara of auló. Og þegar ég fæ hrollinn fylgir gæsahúðin strax á eftir og þá neyðist ég til að skipta um rás (þó að ég eigi það á hættu að lenda inni á Smallville á Sirkús).


3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vona bara að þetta fólk hætti núna að kjósa svo strákgreyið sitji ekki uppi með þessa aula í hljómsveit í heilt ár.

fimmtudagur, september 07, 2006 10:12:00 f.h.  
Blogger tvíburamamman um lífið og tilveruna said...

hvaða, hvaða...þú ættir kannski að kalla þig miðaldra Véfrétt....

eða bara eldgamla...

gaman að lesa að brúðkaupið hafi verið frábært, skylda að koma með myndir á næsta laugardagshitting

kveðja Öspáframmagni;)

föstudagur, september 08, 2006 1:14:00 e.h.  
Blogger Skotta said...

Mér finnst verst að sjá þetta lið keppast um að komast í hljómsveit með manni sem er einna frægastur fyrir að berja konuna sína eins og harðfisk.

sunnudagur, september 10, 2006 11:45:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home