Þó að ég eigi heima í úthverfi og aki um á steisjon þá verð ég að viðurkenna að ég hef alveg sloppið við að detta ofan í þennan Rock Star pott sem þorri landsmanna og -kvenna virðist sokkinn í.
Ég sé þetta sárasjaldan og hef enn ekki gert mig seka um að vaka fram eftir nóttu til að greiða ákveðnum keppanda atkvæði á forsendum þjóðernis fremur en hæfileika.
En ég viðurkenni þó að í aðra röndina finnst mér svona þjóðerniskenndar-innblásin þjóðarátök doldið krúttleg. Eyjan okkar er svoddan krútt.
En allavega; í kvöld sá ég brot í fyrsta sinn í margar vikur. Það sem fyrir augu bar minnti mig átakanlega á af hverju ég hef aldrei freistast til að horfa á meira en tvö til þrjú lög í einu.
Þið kannist öll við aulahrollinn, ekki satt? Jæja, það er allavega fátt sem kemur honum hressilegar af stað hjá mér en miðaldra málaðir útlifaðir gaurar sem hossa sér í sætunum eins og bældir táningar þegar þeir eru að tjá ánægju sína og ,,innlifun" inn í túlkun einhverra keppenda.
Ég get bara ekki lýst þessu, þetta er bara of auló. Og þegar ég fæ hrollinn fylgir gæsahúðin strax á eftir og þá neyðist ég til að skipta um rás (þó að ég eigi það á hættu að lenda inni á Smallville á Sirkús).
Ég sé þetta sárasjaldan og hef enn ekki gert mig seka um að vaka fram eftir nóttu til að greiða ákveðnum keppanda atkvæði á forsendum þjóðernis fremur en hæfileika.
En ég viðurkenni þó að í aðra röndina finnst mér svona þjóðerniskenndar-innblásin þjóðarátök doldið krúttleg. Eyjan okkar er svoddan krútt.
En allavega; í kvöld sá ég brot í fyrsta sinn í margar vikur. Það sem fyrir augu bar minnti mig átakanlega á af hverju ég hef aldrei freistast til að horfa á meira en tvö til þrjú lög í einu.
Þið kannist öll við aulahrollinn, ekki satt? Jæja, það er allavega fátt sem kemur honum hressilegar af stað hjá mér en miðaldra málaðir útlifaðir gaurar sem hossa sér í sætunum eins og bældir táningar þegar þeir eru að tjá ánægju sína og ,,innlifun" inn í túlkun einhverra keppenda.
Ég get bara ekki lýst þessu, þetta er bara of auló. Og þegar ég fæ hrollinn fylgir gæsahúðin strax á eftir og þá neyðist ég til að skipta um rás (þó að ég eigi það á hættu að lenda inni á Smallville á Sirkús).
3 Comments:
Vona bara að þetta fólk hætti núna að kjósa svo strákgreyið sitji ekki uppi með þessa aula í hljómsveit í heilt ár.
hvaða, hvaða...þú ættir kannski að kalla þig miðaldra Véfrétt....
eða bara eldgamla...
gaman að lesa að brúðkaupið hafi verið frábært, skylda að koma með myndir á næsta laugardagshitting
kveðja Öspáframmagni;)
Mér finnst verst að sjá þetta lið keppast um að komast í hljómsveit með manni sem er einna frægastur fyrir að berja konuna sína eins og harðfisk.
Skrifa ummæli
<< Home