Einhver ykkar sem þetta lesa eru fróðari en ég um lifnaðarhætti Múslima. Þó veit ég að þeir sem trúaðir eru stunda ekki mikið af kynlífi fyrir hjónaband eða utan þess. Svo eru þeir náttúrlega umskornir og sama á við um einhverja aðra trúarhópa líka, man ekki alveg hvaða og hvaða ekki.
Þó að umskurður karla sé víða að miklu leyti menningarleg athöfn helst hann, eins og margar aðrar menningarlegar athafnir í hendur við trúarleg gildi. Þó að undantekningar séu að sjálfsögðu mýmargar má sjálfsagt í stuttu máli segja að þar sem fólk er nógu trúrækið og annt um sínar menningarlegu skyldur til að umskera sveinbörn sín sé því að sama skapi annt um ýmis menningarleg gildi, eins og t.d. skýrlífi.
Af þessum sökum er ég gersamlega gáttuð á æsifréttum liðinna daga. Einhverjar mannvitsbrekkur í heiminum stóra hafa nefnilega komist að því að færri umskornir menn fá alnæmi en óumskornir.
DUH!
Missti andlitið þegar virðulegur íslenskur sérfræðingur á sviði læknavísinda kom í viðtal í sjónvarpsfréttunum og reyndi vandræðalega að bera rök fyrir því að umskornir Afríkubúar væru hugsanlega ögn hreinni en hinir skítugu Afríkubúarnir (hans orð, ekki mín) og því væru þeir ólíklegri til að fá alnæmi.
Nefnilega. Spurning um að setja nokkra mannfræðikúrsa inn í skylduna í læknisfræðinni?
Þó að umskurður karla sé víða að miklu leyti menningarleg athöfn helst hann, eins og margar aðrar menningarlegar athafnir í hendur við trúarleg gildi. Þó að undantekningar séu að sjálfsögðu mýmargar má sjálfsagt í stuttu máli segja að þar sem fólk er nógu trúrækið og annt um sínar menningarlegu skyldur til að umskera sveinbörn sín sé því að sama skapi annt um ýmis menningarleg gildi, eins og t.d. skýrlífi.
Af þessum sökum er ég gersamlega gáttuð á æsifréttum liðinna daga. Einhverjar mannvitsbrekkur í heiminum stóra hafa nefnilega komist að því að færri umskornir menn fá alnæmi en óumskornir.
DUH!
Missti andlitið þegar virðulegur íslenskur sérfræðingur á sviði læknavísinda kom í viðtal í sjónvarpsfréttunum og reyndi vandræðalega að bera rök fyrir því að umskornir Afríkubúar væru hugsanlega ögn hreinni en hinir skítugu Afríkubúarnir (hans orð, ekki mín) og því væru þeir ólíklegri til að fá alnæmi.
Nefnilega. Spurning um að setja nokkra mannfræðikúrsa inn í skylduna í læknisfræðinni?
1 Comments:
Jahérna...já fólk er fífl, það hef ég alltaf sagt. Í Mogganum í dag er líka afskaplega löng grein eftir e-h stjórnarpjakk hjá Landsvirkjun sem fjallar um Draumalandið hans Andra Snæs og hina "svokölluðu Íslandsvini" (hans orð). Þar ásakar hann Andra um rasisma og útlendingahatur, að setja út á að aumingja útlendingarnir komi hingað til að vinna. Það er jú eins og allir vita megininntak bókarinnar! Já og svo ásakar hann Andra líka um hræðsluáróður, McCarthy-isma og svei mér ef ekki líka Nasisma.
Og í Blaðinu er heilsíðu auglýsing frá Landvirkjun þar sem m.a er boðið uppá að "kynnast Kárahnjúkavirkjun ásamt ferðamennsku og útivist norðan Vatnajökuls" og myndin með er af pínulitlu húsi í friðsælli fjallshlíð. (Trúlega félagsheimilið hýsir þessa upplýsingaveitu, en kommon!)
Helvítis pakk...
H
Skrifa ummæli
<< Home