miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Ókey, ég hef verið gæsuð.


Þrjár samhentar úr mínum margbrotnu og sundurlausu vinkvennakreðsum (það er annars ekki karlmannsverk að gæsa, er það nokkuð?) ákváðu að engin kona væri yfir það hafin að vera gæs í einn dag. Ekki einu sinni ég.

Nærri vika síðan, en samt freistandi að segja söguna með myndum, þó farið sé að slá í fréttina...



Eins og sjá má tekur það á að gæsa (hér gefur á að líta afrakstur áreynslu 66% meðlima gæsunarteymisins)


Farið var með gæsina í Kramhúsið þar sem hún var svo átakanlega minnt á skort sinn á danshæfileikum en lærði að vera mean bitch með attitude í alvöru hipp-hopp danstíma!



Svo fékk Véfréttin að slaka á í saunu sem leit einmitt einhvern veginn svona út...



Nostalgía við skólann góða þar sem þetta allt byrjaði...











.


Gæsin var meðhöndluð með silkihönskum og boðið til kveldverðs á hinum ofurhannaða glæsiveitingastað Silfri. Hér í fordrykk (bláberja-mojito, einhver heyrt um það áður?)

To be continued...

1 Comments:

Blogger Skotta said...

Sæl glæsilega gæs. Hef ég sagt hvað ég er glöð yfir að þú bloggar?

fimmtudagur, ágúst 10, 2006 12:13:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home