mánudagur, júlí 10, 2006

Í fyrstu átta eða níu skiptin sem ég kom til Póllands var allt krökkt þar af agnarsmáum bílum, svo smáum að vart var auga á þá komandi, nema fyrir þær fyrrgreindu sakir að af þeim var krökkt. Þeir voru af heimamönnum nefndir Maluch.

Ég minnist þess að hafa ferðast víða um Varsjá í svo ofurlitlum Maluch að konu fannst kona eiginlega ekki vera í bíl. Ekki mikil öryggistilfinning. En síðast þegar ég var í Póllandi (2004) hafði þeim fækkað verulega.

Nema hvað; í morgun sá ég Ómar Ragnarsson á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisvegar á hreinræktuðum míkróskópískum appelsínugulum Maluch - þeim fyrsta sem ég hef séð hér á landi. Ég hef sagt það áður og segi það enn; Ómar Ragnarsson er mesti töffari Íslandssögunnar.

6 Comments:

Blogger tvíburamamman um lífið og tilveruna said...

HAHA, já sá hann um daginn, frekar fáránlegur bíll, en allgjört krútt.

þriðjudagur, júlí 11, 2006 7:03:00 e.h.  
Blogger Véfrétt said...

Vei, vei, vei! Ég fékk komment! Takk tvíburamamma!

þriðjudagur, júlí 11, 2006 8:34:00 e.h.  
Blogger tvíburamamman um lífið og tilveruna said...

ekki málið;)

fimmtudagur, júlí 13, 2006 9:08:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða hvaða, ég kommenta nú stundum!! Og Steinunn líka!!
Og hvenær ætlar tvíburamamman að byrja aftur að blogga sjálf í stað þess að vera að kommenta út um allan bæ????? Sumarfrí hvað....
H. frekjurófa

föstudagur, júlí 14, 2006 11:17:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú, athugasemdir lesenda eru alltaf jafn kærkomnar - sama hvaðan þær koma. Þær eru þó kærkomnastar þegar ekkert hefur heyrst lengi (í þessu tilfelli bara tvö komment við einum nýlegum meil og svo langt hlé). Við bloggarar nærumst á kommentum - held að ég fari með rétt mál um að ég sé ekki ein um það.

Rétt er að nota tækifærið til að þakka öllum mínum kæru lesendum fyrir athugasemdirnar í gegnum tíðina, en allar hinar eldri hurfu við andlitslyftinguna um daginn
:o

Véfréttin víðsýna
...

sunnudagur, júlí 16, 2006 1:27:00 e.h.  
Blogger Skotta said...

Sammála, Ómar er töffari.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006 12:06:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home