miðvikudagur, september 13, 2006

Aðeins meira um Rock Star. Þegar þessi orð eru rituð stend ég í þeirri trú að úrslitin séu ekki enn kunn (ef það er misskilningur þá verður þessi færsla enn tilgangslausari en ella).

Því langar mig að reifa stuttlega æsispennandi samsæriskenningu sem ég heyrði um leið og fyrsti þátturinn hafði verið sýndur. Hún var á þá leið að þessi þáttaröð væri bara grín og yfirskin, í raun væri fyrir löngu búið að ákveða hver myndi vinna, nefnilega þessi hér:



Í ljósi þess að þessi keppandi hangir enn inni eftir því sem ég best veit ætla ég að leyfa mér að veðja á að samsæriskenningin eigi við rök að styðjast og að þessi verði sá ,,heppni" þegar upp er staðið. Go Toby.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég heyrði sömu samsæriskenningu um Lúkas. Hvort hún er rétt eður ei er hann vel að sigrinum kominn til að fullkomna brandarann sem þessi hljómsveitarómynd er. Vona að Skrattarnir skemmti sér vel með lúkasi ömmu sinni.

fimmtudagur, september 14, 2006 1:44:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home