Þar sem ég hleyp á morgnana (þegar ég nenni) er auðugt fuglalíf (hí á ykkur, borgarbúandi lesendur).
Þessa dagana eru litlu greyin voðalega stressuð. Þeir virðast telja næsta víst að minn helsti og jafnvel eini tilgangur með því að hlunkast þarna fram og aftur eftir vegarslóðanum sé að koma höndum yfir afkvæmi þeirra (án efa ykkur kjötætunum að kenna, sé ykkur í anda æðandi yfir mela og móa með blóðþyrst blik í auga í leit að ungakrílum til að tæta í ykkur).
Til þess að varna því að mér takist þetta ætlunarverk mitt setja þeir í gang svakalegt leikrit fyrir mig. Ég er satt að segja gáttuð á þeim leikhæfileikum sem fyrirfinnast í dýraríkinu. Þeir þykjast eiga hreiður hér og þar og gera sér upp ægilega móðursýki þegar ég móð og másandi nálgast. Færa sig um set og þykjast eiga hreiður þar líka - verða aftur móðursjúkir... og svo framvegis. Voða mikið að gera.
Á meðal annarra trikka má nefna t.d. ,,slasaða fuglinn" - þá tyllir einhver þeirra sér á veginn fyrir framan mig og haltrar dramatískt, þannig að ég ætti að halda að ég gæti auðveldlega náð honum, en þegar ég nálgast (skokkandi í sakleysi mínu) rennir hann sér á loft eins og orrustuflugvél. Sem minnir mig á; mikið er ég fegin að þetta er ekki kríuvarp.
Hér er annars linkur á bók sem nýlega afboðaður brúðkaupsgestur var að senda frá sér:
http://www.king-cart.com/cgi-bin/cart.cgi?store=linda018&product_name=Devil+King+Of+The+Sixth+Heaven&return_page=&user-id=&password=&exchange=&exact_match=exact
Stillið ykkur, æstu kaupendur...
Þessa dagana eru litlu greyin voðalega stressuð. Þeir virðast telja næsta víst að minn helsti og jafnvel eini tilgangur með því að hlunkast þarna fram og aftur eftir vegarslóðanum sé að koma höndum yfir afkvæmi þeirra (án efa ykkur kjötætunum að kenna, sé ykkur í anda æðandi yfir mela og móa með blóðþyrst blik í auga í leit að ungakrílum til að tæta í ykkur).
Til þess að varna því að mér takist þetta ætlunarverk mitt setja þeir í gang svakalegt leikrit fyrir mig. Ég er satt að segja gáttuð á þeim leikhæfileikum sem fyrirfinnast í dýraríkinu. Þeir þykjast eiga hreiður hér og þar og gera sér upp ægilega móðursýki þegar ég móð og másandi nálgast. Færa sig um set og þykjast eiga hreiður þar líka - verða aftur móðursjúkir... og svo framvegis. Voða mikið að gera.
Á meðal annarra trikka má nefna t.d. ,,slasaða fuglinn" - þá tyllir einhver þeirra sér á veginn fyrir framan mig og haltrar dramatískt, þannig að ég ætti að halda að ég gæti auðveldlega náð honum, en þegar ég nálgast (skokkandi í sakleysi mínu) rennir hann sér á loft eins og orrustuflugvél. Sem minnir mig á; mikið er ég fegin að þetta er ekki kríuvarp.
Hér er annars linkur á bók sem nýlega afboðaður brúðkaupsgestur var að senda frá sér:
http://www.king-cart.com/cgi-bin/cart.cgi?store=linda018&product_name=Devil+King+Of+The+Sixth+Heaven&return_page=&user-id=&password=&exchange=&exact_match=exact
Stillið ykkur, æstu kaupendur...
3 Comments:
Thank you, Helga! I didn't know you have a blog! This is very exciting.
I see a chance to practice my Icelandic as well as make new friends.
Bless bless--
Darragha
Þetta er æðisleg bók!!! Fæ hana lánaða þegar þú ert búin!!
Og takk fyrir brullaupssíðuna!
Ætlaði að þakka fyrir á síðunni en ég má ekki kommenta af því ég er ekki bloggari. Lúmsk ertu.
H.
Ó. Vissi ekki að það væri þannig. Sver að ég stend ekki fyrir því!
Skrifa ummæli
<< Home