Ég viðurkenni að ég hef haft mjög blendnar tilfinningar í garð msn messenger notkunar. Stundum hef ég lent í því að límast við skjáinn tímunum saman og pikka í gríð og erg á móti einhverjum sem í flestum tilfellum eru stödd erlendis.
Mér hefur fundist þetta dálítið nördalegt. Það er samt ekki aðalmálið. Það er bara eitthvað svo ,,ónáttúrulegt" við þetta. Eitthvað með að sjá bara þurrlega stafi á litlum skjá og svo endrum og sinnum broskalla og jafnvel myndir. Svo skellir maður upp úr, flissar og fnæsir eða bölsótast og jafnvel fellir tár. Allt fyrir framan skjá.
Svo gerðist það með ónefnda vinkonu mína að hasshausinn (no sympathy there) sem hún bjó með í ákveðinni evrópskri stórborg dömpaði henni. Hún var þá í fríi í þriðja heims (brilliant hugtak!) heimalandi sínu, ásamt eins og hálfs árs gamalli dóttur sinni. Eða eitthvað þannig. Mér er ekki vel kunnugt um smáatriðin. Allavega; hún ákvað að ílendast í heimalandinu.
Í heimalandinu eru veraldarvefstengingar með öðrum hætti en í evrópsku stórborginni. Þar verður mín kona að smella sér á rándýr og heldur fábreytileg netkaffihús til að skrifa mér mis-upplýsandi einnar setningar meila og draumar um msn-samskipti eru orðnir að fjarstæðukenndum órum.
Nú er liðið hálft ár. Dóttirin er orðin tveggja og vinkonan 29 ára í gær. Og rauði kallinn hennar í msn glugganum mínum er eins konar Móri - minnir mig á horfnar hrókasamræður, allt frá stjórnmálaspjalli og / eða uppeldisráðleggingum út í trúnó, sem áttu sér stað fyrir tilstilli msn messenger. Já og svo skiptumst við á myndum og stundum vorum við með webcam og svona, nóg að gera.
Ég hélt þá að samskipti okkar væru hálfkjánaleg og saknaði þess að spjalla við hana augliti til auglits, þó að við höfum reyndar stundum spjallað símleiðis og ég einu sinni heimsótt á þessum blómatíma msn-sambands okkar. Nú hef ég ekki haft símann hennar því familían er flutt og fúli leigjandinn í gamla húsinu segist ekki vita nýja símann (hún sendi mér reyndar númerið loks í morgun en þegar ég hringdi náði ég bara í mömmu hennar - mín ennþá á netkaffihúsinu).
Allavega; það sem ég á við er þetta. MSN er ekki sem verstur samskiptamáti. Hann er bara öðruvísi en annað sem ég hef vanist. Nú ætla ég að hætta að flækjast í kreddum um að eitthvað sé öðruvísi en manni líður. Héðan í frá mun mér þykja kúl að sitja ein með sjálfri mér og hlægja og gráta fyrir framan tölvuskjá. Það er betra en ekkert samband.
Nia litla sem nú er tveggja
Mér hefur fundist þetta dálítið nördalegt. Það er samt ekki aðalmálið. Það er bara eitthvað svo ,,ónáttúrulegt" við þetta. Eitthvað með að sjá bara þurrlega stafi á litlum skjá og svo endrum og sinnum broskalla og jafnvel myndir. Svo skellir maður upp úr, flissar og fnæsir eða bölsótast og jafnvel fellir tár. Allt fyrir framan skjá.
Svo gerðist það með ónefnda vinkonu mína að hasshausinn (no sympathy there) sem hún bjó með í ákveðinni evrópskri stórborg dömpaði henni. Hún var þá í fríi í þriðja heims (brilliant hugtak!) heimalandi sínu, ásamt eins og hálfs árs gamalli dóttur sinni. Eða eitthvað þannig. Mér er ekki vel kunnugt um smáatriðin. Allavega; hún ákvað að ílendast í heimalandinu.
Í heimalandinu eru veraldarvefstengingar með öðrum hætti en í evrópsku stórborginni. Þar verður mín kona að smella sér á rándýr og heldur fábreytileg netkaffihús til að skrifa mér mis-upplýsandi einnar setningar meila og draumar um msn-samskipti eru orðnir að fjarstæðukenndum órum.
Nú er liðið hálft ár. Dóttirin er orðin tveggja og vinkonan 29 ára í gær. Og rauði kallinn hennar í msn glugganum mínum er eins konar Móri - minnir mig á horfnar hrókasamræður, allt frá stjórnmálaspjalli og / eða uppeldisráðleggingum út í trúnó, sem áttu sér stað fyrir tilstilli msn messenger. Já og svo skiptumst við á myndum og stundum vorum við með webcam og svona, nóg að gera.
Ég hélt þá að samskipti okkar væru hálfkjánaleg og saknaði þess að spjalla við hana augliti til auglits, þó að við höfum reyndar stundum spjallað símleiðis og ég einu sinni heimsótt á þessum blómatíma msn-sambands okkar. Nú hef ég ekki haft símann hennar því familían er flutt og fúli leigjandinn í gamla húsinu segist ekki vita nýja símann (hún sendi mér reyndar númerið loks í morgun en þegar ég hringdi náði ég bara í mömmu hennar - mín ennþá á netkaffihúsinu).
Allavega; það sem ég á við er þetta. MSN er ekki sem verstur samskiptamáti. Hann er bara öðruvísi en annað sem ég hef vanist. Nú ætla ég að hætta að flækjast í kreddum um að eitthvað sé öðruvísi en manni líður. Héðan í frá mun mér þykja kúl að sitja ein með sjálfri mér og hlægja og gráta fyrir framan tölvuskjá. Það er betra en ekkert samband.
Nia litla sem nú er tveggja
3 Comments:
Sans dictionary, I have no idea what you are discussing, save for MSN Messenger.
Hello and love to you and yours. Nice photo of Thula.
Peg/Darragha
Nice photo indeed, af Niu - ég er eiginlega bara klökk samt ...
Samskipti mín við fjölskylduna hafa stórbreyst við MSN. Ég er öllu nær. Ómetanlegt á meðgöngunni þegar ég ákvað að koma ekki heim í heilt ár.
Skrifa ummæli
<< Home