mánudagur, febrúar 26, 2007

Véfréttinni tókst það...!

Hógvær höfundur ljóðs dagsins á www.ljod.is...

Rétt ljós

Undir hælnum
sá ég glitta í þig
svolítið flatari en venjulega

og ég spurði
hvað kom fyrir þig
sem predikaðir svo stórfenglega

3 Comments:

Blogger Unknown said...

til lukku!
Búin að reyna lengi kannski??? Takk fyrir síðast!
H

þriðjudagur, febrúar 27, 2007 9:17:00 f.h.  
Blogger Véfrétt said...

Takk, takk. Tjah, framlag mitt fram til þessa samanstendur af tveimur ljóðum, hið eldra fór inn fyrir tveimur mánuðum, þetta í síðustu viku. Vera má að það teljist mikil viðreynsla, þekki ekki viðmiðin. Takk sömuleiðis.

þriðjudagur, febrúar 27, 2007 3:52:00 e.h.  
Blogger St.Pie said...

Já til ham, vissi ekki af þessu draumi þínum, magnað, vúhú!! :)

laugardagur, mars 03, 2007 11:56:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home