Véfréttin er í keppni við Skoffínið um verstu nágrannana. Undanfarið hafa nágrannar Skoffínsins haft yfirhöndina, en þessa helgi hafa grannar Véfréttar heldur betur verið að skora stig.
Glöggir lesendur muna eflaust eftir aðventuslagsmálunum í fyrra. Síðan hafa aðeins einu sinni brotist út virkilega messí slagsmál, þó að reyndar hafi ýmislegt verið í gangi þarna á efstu hæðinni.
Á föstudaginn kom litla kjarnafjölskylda Véfréttarinnar heim eftir langa vinnu-, skóla- og leikskólaviku, með innkaupapoka í hönd, og rakst á lögguna í anddyrinu. Húsbóndinn hafði þá verið að henda grjóti í húsið um hríð með það að skálkaskjóli að konan hans hefði læst hann úti.
Bóndinn hvarf af vettvangi er laganna verðir mættu. Þeir reyndu kurteislega að fá frúna til að opna, en fundu þess engin merki að hún væri yfir höfuð inni í íbúðinni.
Nú, herrann kom aftur að vörmu þegar löggurnar snöggu fóru og fann m.a. upp á því snilldarráði að keyra rúntinn bílastæði - gata - bílastæði með bílflautuna á fullu. Ef það opnar ekki læstar hurðar, þá veit ég nú ekki hvað.
Svo sparkaði hann í hús og hurðar, skoppaði um móann fyrir aftan hús öskrandi ókvæðisorð og bjó til ýmiss konar hávaða sem við vitum ekki alveg hvernig varð til, þar eð útsýni úr gluggum og gægjugötum er takmarkað.
Löggan kom aftur, fjögur stykki í þetta sinn, en ekkert gerðist.
Árla á laugardagsmorgun vöknuðu íbúar við dynki, spark og öskur. Hinn útilokaði kavalér var mættur enn á ný og tekinn til við fyrri iðju. Enn komu verðir laga og reglu og enn virtist ekkert gerast.
Ef frá eru talið bank á hurðir og svona smotterí hefur verið tiltölulega rólegt frá því í gær.
Frú Véfrétt og herra Sveimhugi eru farin að líta fasteignaauglýsingar hýrari augum en áður.
Af hverju geta ekki allir grannar verið svona:
?
Glöggir lesendur muna eflaust eftir aðventuslagsmálunum í fyrra. Síðan hafa aðeins einu sinni brotist út virkilega messí slagsmál, þó að reyndar hafi ýmislegt verið í gangi þarna á efstu hæðinni.
Á föstudaginn kom litla kjarnafjölskylda Véfréttarinnar heim eftir langa vinnu-, skóla- og leikskólaviku, með innkaupapoka í hönd, og rakst á lögguna í anddyrinu. Húsbóndinn hafði þá verið að henda grjóti í húsið um hríð með það að skálkaskjóli að konan hans hefði læst hann úti.
Bóndinn hvarf af vettvangi er laganna verðir mættu. Þeir reyndu kurteislega að fá frúna til að opna, en fundu þess engin merki að hún væri yfir höfuð inni í íbúðinni.
Nú, herrann kom aftur að vörmu þegar löggurnar snöggu fóru og fann m.a. upp á því snilldarráði að keyra rúntinn bílastæði - gata - bílastæði með bílflautuna á fullu. Ef það opnar ekki læstar hurðar, þá veit ég nú ekki hvað.
Svo sparkaði hann í hús og hurðar, skoppaði um móann fyrir aftan hús öskrandi ókvæðisorð og bjó til ýmiss konar hávaða sem við vitum ekki alveg hvernig varð til, þar eð útsýni úr gluggum og gægjugötum er takmarkað.
Löggan kom aftur, fjögur stykki í þetta sinn, en ekkert gerðist.
Árla á laugardagsmorgun vöknuðu íbúar við dynki, spark og öskur. Hinn útilokaði kavalér var mættur enn á ný og tekinn til við fyrri iðju. Enn komu verðir laga og reglu og enn virtist ekkert gerast.
Ef frá eru talið bank á hurðir og svona smotterí hefur verið tiltölulega rólegt frá því í gær.
Frú Véfrétt og herra Sveimhugi eru farin að líta fasteignaauglýsingar hýrari augum en áður.
Af hverju geta ekki allir grannar verið svona:
?
7 Comments:
Fussusvei, hvusslags folk ladar eiginlega Moso ad sjer!!??!?
Hvada folk er thetta a myndinni? Eg kannast ekki alveg vid svipina, en veit ad samtals eru thau 10 ara, hafa buid saman i 10 ar eda eitthvad alika ... eda er thetta 1C? Bua thau saman a deild 1C? Haed 1C? Eg er ad farast ur forvitni, og favisku. Og a eftir aetla eg ad bidja NicksBil ad toot the horn hatt og snjallt til ad sja hvort utidyrahurdin opnist ekki thegar hann kemur ad saekja mig. Thu taladir thad!
hahaha ég þekki ekki kjaft þarna en eftir að hafa stækkað myndina sá ég að fællinn heitir grannar svo ég skýt á að þetta séu hinir einu sönnu Nágrannar, Annað hvort á 10 ára afmælinu eða fyrir framan Ramsay street 1c....
en ótrúlega huggulegur nágranni, sem betur fer (7,9,13) virðast mínir nýju nágrannar vera ansi hljóðlátir og þægilegir, það heyrist bara ekki bofs í bala hér.
Nema þá frá okkur kannski niður til þeirra þegar strákarnir æða hring eftir hring á sparkbílum sem þeir eru farnir að skella niður á parketið, mikið stuð;)
Kveðja Öspmætt
Úff þetta er svakalegt!!!
Já þú átt vinninginn í þetta skiptið og í þessu tilviki er ég ekkert tapsár og ég skil vel þetta með fasteignablaðið. Ég skoða það alltaf spjaldanna á milli og læt mig dreyma
Good design!
[url=http://bdsokcxo.com/mjrw/lpet.html]My homepage[/url] | [url=http://oxwhfypp.com/glkk/bqiy.html]Cool site[/url]
Nice site!
My homepage | Please visit
Great work!
http://bdsokcxo.com/mjrw/lpet.html | http://atpctugx.com/evva/qhqb.html
Skrifa ummæli
<< Home