fimmtudagur, september 21, 2006

Stundum sakna ég þess að hafa (ekki) titil á blogginu mínu. Titill dagsins í dag væri t.d. Aumingja ég.

Flest ykkar úr innsta kjarna munið eftir útbrotunum mínum í kringum munninn. Þau byrjuðu fyrir einu ári og 9 dögum. Vörðu í viku í senn. Fyrst leið mánuður á milli... svo styttra og styttra, uns þau voru orðin ein samhangandi heild og engin frí á milli.

Hef ekki orðið þeirra vör síðan í mars, sem gerir hálft ár. Breytt mataræði og hómópataremedíur í bland við hardcore sveppalyf hafa eflaust haft sitt að segja. Nema hvað; svona lít ég út í dag (nefið var étið af kólibrífíl):



Og nú virkar ekkert, nema þá helst sterakrem dóttur minnar (sem eflaust mun valda stríðum skeggvexti hjá mér áður en yfir lýkur). Svíð og brenn, engist og kvelst, hef geymt andlitið á mér undir rennandi köldu vatni stóran hluta dagsins. Því segi ég og skrifa aumingja ég!

4 Comments:

Blogger St.Pie said...

og ég tek undir, aumingja þú!!! hvers á fögur að gjalda? hvað er hægt að gera, raunsætt? :´( xxx

fimmtudagur, september 21, 2006 10:29:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

aumingja aumingja þú........
Og segir töfravél hómópatans ekkert um málið????
H

föstudagur, september 22, 2006 11:19:00 f.h.  
Blogger Véfrétt said...

Hómó fór í húsmæðraorlof til London, ásamt með hinum gúrúunum mínum. Andvarp...

laugardagur, september 23, 2006 10:43:00 f.h.  
Blogger Skotta said...

þetta er ömurð. ófremdarástand. ég finn ekkert smá til með þér.

en þess fyrir utan, bestu þakkir fyrir myndina af stjörnunni litlu með bangsann sinn frá Berlín. Óborganlegt. Hún er yndisleg.

laugardagur, september 23, 2006 4:49:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home