mánudagur, júní 12, 2006

Ég er að átta mig á því hvað Húsavík er nálægt Norðurpólnum. Þegar norðanvindurinn blæs, eins og núna, þá er engrar undankomu auðið. Allir útlimir frosnir.

Ég reyndi heiðarlega að stunda holla útiveru með dóttur minni í dag, hér við flóann fagra, þar sem hvalirnir flatmaga og skvetta stundum rassi fyrir túristana... en svona rétt til að minna mig á hvar ég var stödd framreiddi Húsavík SLYDDU. Við erum að tala um... jú, er ekki 12. júní?

Ekki á Norðurpólnum.

Á Norðurpólnum er eylífur vetur.

Needless to say pakkaði ég stuttbuxum, pilsum og hlírabolum fyrir ferðalagið. Fyrir barnið tók ég þó með regn- og kuldagalla, eina ferna lopasokka, flís-/ullarhúfu, vatteraða vettlinga og allar græjur. Hún gæti sennilega sofið úti, ef til þess kæmi.

En fyrir mig... tjah, segjum bara að ég þurfti að impróvisera í fatasamsetningum í dag. Og til allrar lukku á ég móðursystur hér í bæ sem lánaði mér þessa líka pæjulegu hvítu hekluhúfu með deri. Ég var WAY COOL (tók mynd - set hana inn á morgun ef ég get). Þetta var eiginlega highlight dagsins.

Annars höfðum við mæðgur það ágætt hér inni á hótelherberginu, megnið af deginum. Með ofninn á fullu blasti, mokandi ímynduðum sandi í ímyndaðar fötur með ímynduðum skóflum og rólandi okkur í ímynduðum rólum...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home