þriðjudagur, júní 13, 2006

Hér er ég nú:

http://www.fosshotel.is/en/hotel/fosshotel_laugar.html

Þó í kílómetrum talið séum við ekki mikið fjær Norðurpólnum en í gær, þá er töluverður munur á hitastigi. Þannig er það alltaf. Reykjadalur er pottur. Mæli ekki með að vera ólétt og föst í einkennisbúningi hér að sumarlagi.

Eins og ég kann þó vel við gott veður!

Stýrið litla er lasið og því er ekki útiveru að heilsa. Inni er hægt að finna upp á ýmsu, til dæmis er snyrtiveski móðurinnar eylíf uppspretta ánægju og útrásar fyrir sköpunargleðina.

En allavega; fjarri heimahögum kemst ég vart nær því að vera ,,heima" en hér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home