miðvikudagur, júlí 20, 2005

Var að horfa á fréttir Stöðvar 2. Þar er kominn nýr fréttastjóri - Sigmundur Rúnarsson (sem fyrir nokkrum árum ku hafa tekið sér listamannsnafnið Ernir). Mér leist bara ágætlega á það, eða alveg eins, hafði enga sérstaka skoðun á því máli. Þangað til hann missti sig! Það var verið að fjalla um hvernig örorkubætur skerðast við allt mögulegt og það er náttúrlega slæmt mál. En Sigmundur Ernir treysti ekki áhorfendum til að álykta um það sjálfum, heldur þrumaði hann yfir lýðnum, úr fréttamannsstólnum nota bene, um hve slæmt þetta væri nú allt saman og hvernig þessu þyrfti nú að kippa í liðinn. Við sátum sem þrumu lostin í sófanum okkar og vissum ekkert hvaðan á okkur stóð veðrið! Var ekki meiningin að hann væri fréttamaður? Og þar að auki yfirmaður hinna fréttamannanna? Hvað var þetta eiginlega?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home