föstudagur, júlí 01, 2005

Í dag varð Húsasmiðjan loks talsvert ríkari - þökk debetkortinu mínu.
Annars knýja Live 8 tónleikarnir mig til að viðra bloggleg viðhorf: Það er varðandi þessa kröfu hugsjónapopparanna (/markaðssetningarsnillinganna) um niðurfellingu skulda. Ókey, ég viðurkenni að ég er of löt, nú á föstudagskvöldi, til að leita að þessu dæmi öllu á netinu og lesa mér til um smáatriðin í þessarri kröfu þeirra. Þannig að kannski er eitthvað twist í henni, sem gerir þetta að skynsamlegri lausn. En annars er þetta alveg brjálæðislega einfeldningsleg og hallærisleg krafa sem gerir alla tónleikana og umstangið í kringum þá svolítið heimskulegra en það ætti að vera. Og ókey, takk, vel nærða og vel greidda vestræna fólk fyrir að leggja ykkar af mörkum til að senda nokkrar krónur til ykkar minna nærðu og síður partígreiddu meðsystra og -bræðra, en hefði ekki verið tilvalið að nota tækifærið til að kynna sér málin aðeins?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home