föstudagur, júní 03, 2005

Var að tala við vinkonu mína (já, ég á enn nokkrar þannig, þrátt fyrir búsetu fjarri hringiðu mannlífsins, fjölskylduformið og aldurinn). Hún var að byrja að vinna á sambýli þar sem hún verður fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu vistmanns (sem er þroskaheftur, 17 ára og kvenkyns). Hún vill ekki vinna við slíkar aðstæður og langar að fara að vinna í fjölmiðlabransanum. Var að hugsa um að sækja um hjá dagblöðunum. Ég benti henni á að sækja um í útvarpinu, held að hún væri góð þar. Það er ekki eins og það sé offramboð á góðu útvarpsefni, nú eða góðum konum til að matreiða það ofan í pöpulinn. Heyrðist hún taka mig á orðinu.

Annars... vá, engar fréttir. Ekkert sérstakt til að nölda yfir heldur. Er að fara að hitta fólk annað kvöld - jibbí! Fólkið samanstendur af tveimur einstæðum mæðrum, einni verðandi móður og einni giftri tveggja barna móður úr Grafarvogi.

Svakalega thirty something.

Bráðum fer ég hringinn, með minni eigin vísitölufjölskyldu, sem reyndar vantar komma eitthvað börn upp á til að ná réttri stærð. Munum stoppa á öllum hótelunum og ganga úr skugga um að enga fæðutegund (af fyrirfram ákveðnum lista) vanti á morgunverðarborðin, að öll herbergi séu óaðfinnanlega þrifin, að barnarúm séu alls staðar til reiðu, að móttökustarfsfólk sé í réttum klæðnaði og alúðlegt í viðmóti, ja, eða í stuttu máli: Vinalegri um allt land.

Já og svo sjáum við bara til.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home